Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og þökkum góð samskipti á liðnu ári.
Á morgun þriðjudaginn 7. janúar hefjast aftur hinar reglulegu bænstundir kl. 9:15 í kirkjunni og að stundinni lokinni er kaffisopi í Safnaðarheimilinu.

Sunnudaginn næsta 12. janúar er fjölskyldumessa kl. 11:00, umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson.

Jól í skugga sorgar og áfalla

Miðvikudaginn 18. desember verður samvera í Selfosskirkju kl. 20:00.
Flutt verður hugleiðing, Kirkjukórinn syngur jólasálma, Edit A. Molnár spilar undir.  Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir, Gunnar Jóhannesson og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kaffisopi verður í Safnaðarheimilinu eftir stundina.

Helgihald í Selfossprestakalli – jól og áramót 2019

Selfosskirkja
24. desember, aðfangadagur jóla
Aftansöngur kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Axel Árnason Njarðvík

Helgistund kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Jóhann I. Stefánsson spilar á trompet.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir. 

Villingaholtskirka
25. desember, jóladagur
Hátíðarmessa kl. 11:00 í Villingaholtskirkju.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson.  Prestur Gunnar Jóhannesson.

Laugardælakirkja
25. desember, jóladagur
Hátíðarmessa kl. 13:00 í Laugardælakirkju.  Organisti Guðmundur Eiríksson.  Prestur Gunnar Jóhannesson.

Hraungerðiskirkja
26. desember, annar dagur jóla
Hátíðarmessa í kl. 11:00 í Hraungerðiskirkju.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson.  Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Fossheimar
26. desember, annar dagur jóla
Helgistund á Hjúkrunarheimilinu Fossheimum kl. 13:00.  Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Selfosskirkja
31. deember, gamlársdagur
Aftansöngur kl. 17:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Kveðjumessa sunnudaginn 8. desember kl. 11:00

  • Ninna Sif Svavarsdóttir kveður söfnuði sína í Selfossprestakalli sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju.
  • Ninna Sif og Guðbjörg munu þjóna saman í messunni.
  • Kirkjukór Selfosskirkju syngur undir stjórn Edit A. Molnár.
  • Eftir messu verður kaffisamsæti sem er sameiginlegt með öllum sóknum prestkallsins, Laugardæla, Hraungerðis og Villingaholts.
  • Verið öll velkomin!

Selfosskirkja á grænni leið

Selfosskirkja hefur hafið það ferli að verða græn kirkja.  Í ferlinu til þess þarf að uppfylla ákveðin skilyrði af gátlista umhverfisstarfs Þjóðkirkjunnar sem ber heitið ,,Græni söfnuðurinn okkar.“  Selfosskirkja fékk í dag heimsókn frá Halldóri Reynissyni sem er í umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar og fékk Selfosskirkja viðurkenninguna ,,Á grænni leið“ og þarf ekki að uppfylla nema nokkur atriði í viðbót til þess að verða grænn söfnuður.

Breytingar á prestsþjónustu

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur í Selfossprestakalli hefur verið skipuð sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og mun taka við 1. desember nk.
Kveðjumessa verður sunnudaginn 8. desember kl. 11:00 í Selfosskirkju og kaffisamsæti á eftir.
Meðan á auglýsingarferli vegna embættist prests í Selfossprestakalli stendur mun Gunnar Jóhannesson þjóna í prestakallinu.  Gunnar hefur verið sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, í Norgi og sinnt afleysingum sl. misseri.

 

Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst

Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera í Selfosskirkju kl. 11:00.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.  Ætlar hún m.a. að fara í feluleik um allt húsnæði kirkjunnar.

Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst
Ekki verður hefðbundin messa kl. 11:00 heldur verður hún um kvöldið kl. 20:00.  Kirkjukórinn mun syngja, organisti Edit A. Molnár og prestur Arnaldur Bárðarson.
Hefð er fyrir því að minnast þeirra sem eru látin á fyrsta sunnudegi í nóvember, allra heilagra messu og fólki gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina.

 

Messa kl. 11 og kvöldmessa kl. 20:00 sunnudaginn 27. október

Messa verður kl. 11:00 í Selfosskirkju sunnudaginn 27. október.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnaár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  
Fjölskyldusamvera / sunnudagskóli á sama tíma.
Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi

Um kvöldið kl. 20:00 verður kvöldmessa. 
Um tónlistina sjá systkinin og Selfyssingarnir Kristjana og Gísli Stefánsbörn og mun Kirkjukór Selfosskirkju syngja einhver lög með þeim.  Notaleg og ljúf kvöldstund þar sem messuformið er brotið upp og tónlistin í fyrirrúmi.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.