Kvöldmessa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju

Sunnudaginn 19. mars verður sunnudagaskóli á hefðbundnum tíma kl. 11:00. Þar verða Sjöfn, Katrín og Dóra á sínum stað og sunnudagskólinn fær góða gesti því Stjörnukórinn kemur í sunnudagaskólann og syngur, Stjórnukórnum stjórna Edit og Kolbrún Hulda.

Kvöldmessa verður kl. 20:00. Þar koma fram hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Kirkjukórinn og Unglingakórinn syngja einnig, stjórnandi er Edit A. Molnár. Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.

Í prestakallinu þennan sunnudag verða fleiri messur því messa verður í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur og Gunnlaugur Bjarnason syngur einsöng. Organisti er Pétur Nói Stefánsson og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Messa verður einnig í Hraungerðiskirkju kl. 14:00, Kirkjukórinn syngur, organisti er Guðmundur Eiríksson og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagur í Selfosskirkju

Sunnudaginn 10. mars verður mikið um að vera í Selfosskirkju. Það verður tónlistarmessa kl. 11:00, þar sem fram koma nemendur af framhaldsstígi Tónlistarskóla Árnesinga. Kirkjukórinn syngur einnig, prestur Ása Björk Ólafsdóttir, organisti Edit A. Molnár.
Eftir messuna verður Unglingakórinn með kökubasar.
Opin söngstund verður kl. 17:00 sama dag, stjórnandi verður Edit A. Molnár og undirleik annast Miklos Dalmay.

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2024 fyrir starfsárið 2023 
Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju fimmtudaginn   21.mars  kl. 17.00  

  1.   Fundur settur af formanni. 
  1.   Starfsmenn fundarins skipaðir. 
  1.   Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár. 

    Formaður, prestar, æskulýðsfulltrúi, kórstjórar. 

  1.   Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs. 

    Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum. 

  1.   Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda. 
  1.   Ákvörðun um framtíðarskuldbindingar og  fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 
  1.   Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara. 
  1.   Kosning í aðrar nefndir og ráð. 

10.  Önnur mál.      

11.  Fundi slitið. 

Yfirlit yfir helgihald í Árborgarprestakalli yfir jól og áramót

Selfosskirkja
Hátíðarstund barna í Selfosskirkju Þorláksmessu 23. desember kl. 11:00; fyrir börn og fullorðna, ungmenni, afa og ömmur.  Umsjón Sjöfn og sr. Gunnar og Rebbi refur kíkir í heimsókn.  Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna.

Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Aftansöngur á gamlársdag 31. desember kl. 17:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Ararndóttir.

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.  

Eyrarbakkakirkja
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30, Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Villingholtskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Laugardælakirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 13:00, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 15:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Dagur Fannar Magnússon héraðsprestur.

Hraungerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á öðrum degi jóla 26. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.