Blaðað í Biblíunni 2017

Fjóra þriðjudaga í marsmánuði 2017 verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um Fake News og Good News (sem svo oft ber á góma), eða skröksögur og sannar sögur, fjórum lykilspurninginum svarað af Lúkasi guðspjallamanni.

Farið verður í afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 7. mars og stendur yfir góða klukkustund.  Vinsamlega skráið ykkkur  með því að hringja skráningu í Axel  síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

Breyting: Blaðað í Biblíunni í nóvember

IMG_0005Enn eru lausir stólar fyrir fleiri.

Fjóra þriðjudaga í nóvemberrmánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkra afaráhugaverða þætti bókarinnar, eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17:00 þriðjudaginn 1. nóvember og stendur yfir góða klukkustund. Vinsamlega skráið ykkkur  með því að hringja skráningu í Axel  síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin

Slegist í för með fólkinu

Næstu fjóra miðvikudaga verða hér í Selfosskirkju samverustundir um sorg og þá raun og reynslu sem sprettur af missi. Þær hefjast klukkan fimm og þeim lýkur upp úr sex. Allir eru velkomir að koma og slást í för -hver svo sem raunin er. Sumir mæta alltaf aðrir kannski bara einu sinni. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur hefum umsjón með þessu ferðalagi.

Sjá nánar hér

 

 

„Er sorg knýr dyra“ í Selfosskirkju

Hjálpað á fætur

Hjálpað á fætur

Fyrirhugaðir eru fjórir miðvikudags eftirmiðdagar i nóvember 2015 í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við sorg og missi.

Fyrsta skiptið verður þann 4. nóvmber  kl. 17:00 og svo næstu þrjá miðvikudaga, rúman klukkutíma í einu. Stutt innlegg verður í upphafi hvers skiptis og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574  eða axel.arnason@kirkjan.iseða hjá prestum Selfosskirkju eða kirkjuverði í síma 482-2175. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Selfosskirkju, www.selfosskirkja.is.

Sunnudagsmessan næsta

Ást og kærleikur renna saman

Ást og kærleikur renna saman

Sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur messar að þessu sinni í Selfosskirkju, þann  25.október kl. 11. Barnastarf í kirkjunni á sama tíma. Glúmur Gylfason spilar á orgelið og Kirkjukór Selfoss leiðir söng.  Hugað er að sáningu og uppskeru í textum dagsins. Hugum því að því hverju er sáð í okkur og hverju við sáum. Og síðan aðrir uppskera. Verið öll hjartanlega velkomin.

Biblíulesturinn bíður þín…

IMG_9959Fjóra miðvikudaga í okótbermánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju. Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkur vers, eðli textans sem og sögu hans. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17 miðvikudaginn 7. október og lýkur rétt fyrir 18:30. Vinsamlega skráið ykkkur á www.selfosskirkja.is eða með því að hringja skráningu í kirkjuvörð Selfosskirkju, Guðnýju Sigurðardóttur síma 482 2175. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

Vinsamlega nýtið þetta form til skráningar:

Nafn (verður að ská)

netfang (verður að ská)

Einhver ósk um efni sem taka mætti fyrir, vers eða kafla?

Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

Dagana 17.-21. ágúst verða verðandi femingarbörn vorsins 2016 á námskeiði í Selfosskirkju kl. 9-12:30.  Þau fermingarbörn í Selfossprestakalli sem ekki hafa skráð sig eru velkomin en við biðjum foreldra þeirra að hafa samband við okkur prestana Ninnu Sif Svavarsdóttur ninnasif@gmail.com eða Guðbjörgu Arnardóttur gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

Messa 12. júlí

smáblómSumarmessa verður 12. júlí 2015 kl. 11 í Selfosskirkju. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg E Sondermann. Kór Selfosskirkju leiðir söng. Súpa og kaffi í hádegi gegn vægu gjaldi. En hvað er sumarmessa? Jú messa sem maður sækir á sumardegi á ferðalagi um Suðurland, nú eða þá bara messuferð á sumardegi.

Séra Þorvaldur Karl þjónar Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka

Þorvaldur Karl Helgason

Þorvaldur Karl Helgason

Biskup Íslands hefur verið ákveðið að séra Þorvaldur Karl Helgason þjóni Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka en þann 1. ágúst taka tveir prestar við störfum í Selfossprestakalli. Fyrir hefur legið að sr. Axel færi þann 14. júlí til annarra starfa. Síðasta messa sr. Axels að þessu sinni verður því sunnudaginn 12. júlí. Sr. Þorvaldur Karl messar 19. júlí og 26. júlí kl. 11 og sinnir öðrum þeim prestsverkum, prestsþjónustu og samtölum sem til falla þessar rúmar tvær vikur.

 

Messa kl. 11 – 5. júlí

tengja við orkunaAlla sunnudaga kl. 11 er messað í Selfosskirkju. Næsti sunnudagur er 5. júlí. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 16. kafla Matteusarguðspjalls en þar spyr Jesús lærisveinanna: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svararaði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Síðar í þessu texta mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?