Kvöldmessa með Sóla Hólm og Bifreiðaklúbbi Suðurlands

Næstkomandi sunnudagskvöld 21.maí verður hressandi og skemmtileg kvöldstund í Selfosskirkju.  Kvöldmessa hefst kl. 20 þar sem Sóli Hólm mun fara með gamanmál og e.t.v. taka nokkur lög eins og honum einum er lagið.  Messan er haldin í samstarfi við Bifreiðaklúbb Suðurlands sem mun eftir messu bjóða messugestum að skoða bíla sína á bílastæðinu við kirkjuna og boðið verður upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

Messa sunnudaginn 7. maí kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 7. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Organisti Edit A. Molnár og Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Félagar úr Gídeónfélaginu munu taka þátt í messunni en félagið heldur aðalfund sinn á Selfossi þessa helgina með aðstöðu í safnaðarheimilinu okkar.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Krossamessa 30.apríl

Nk. sunnudag 30.apríl kl. 11 verður krossamessa í Selfosskirkju sem jafnframt er uppskeruhátið barna – og unglingakóra kirkjunnar.  Þar fá þær stúlkur sem útskrifast á þessu vori úr kórastarfi kirkjunnar afhenta sérsmíðaða silfurkrossa af sóknarnefnd kirkjunnar í þakklætisskyni fyrir það sem þær hafa lagt af mörkum og gefið af sér í kórastarfinu.  Báðir kórarnir syngja í messunni undir stjórn Edit Molnár.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu gjaldi.  Vorgleði og tónlistarveisla í kirkjunni – allir velkomnir!
 

Kirkjubrall í Selfosskirkju

Sumardaginn fyrsta kl. 11:00 – 12:00

Kirkjubrall er skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Föndrum og bröllum ýmislegt í kringum bilblíusöguna um Daníel í ljónagryfjunni í lok stundarinnar fá allir pylsur og djús.

Um stundina sjá sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi, Sigurður Einar Guðjónsson og leiðtogar og sjálfboðaliðar úr kirkjustarfinu.

Gengið inn um safnaðarheimili.

Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur,

Sjáumst í kirkjunni!

Tónleikar hjá Barnakór Selfosskirkju í dag kl. 18:00 og föstuhádegi á morgun kl. 12:00

Í dag kl. 18:00 verða tónleikar hjá Barnakór Selfosskirkju, stjórnandi þeirra er Edit A. Molár.  Þetta eru flottir krakkar og efnisskráin fjölbreytt.  Verið hjartanlega velkomin!

Á föstudaginn 7. apríl verður föstuhádegi í kirkjunni.  Byrjað er með helgistund í kirkjunni þar sem hluti af Kirkjukórnum syngur.  Á eftir verður búið að matreiða saltfisrétt sem hægt verður að kaupa á 1000 krónur.

Messa og kvöldmessa á sunnudaginn

Messa verður sunnudaginn 2. apríl kl. 11:00.  Organisti Glúmur Gylfason, Kirkjukórinn syngur.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskólinn á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

Kvölmessa kl. 20:00.  Um tónlistina sér Jóhann Guðrún Jónsdóttir söngkona og fyrrum Eurovisionfari.

Boðunardagur Maríu

Nk. sunnudag 26.mars verður messa í Selfosskirkju þar sem boðunardags Maríu verður minnst.  Líklega er ekkert myndefni í sögunni algengara eða vinsælla en María og litli drengurinn hennar, og um Maríu hafa líka verið samin mörg falleg tónverk.  María var sterk kona sem falið var afar sérstakt hlutverk.  Af henni getum við öll lært.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 í umsjón Jóhönnu Ýrar og æskulýðsleiðtoga.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!

Helgihald í Selfosskirkju 19. mars

Sunnudagsmessa og sunnudagaskóli
Sunnudaginn 19. mars verður messu í Selfosskirkju kl. 11:00.  Messan verður að hluta til með Taize formi þar sem kyrrðin, söngurinn og bænin eru í aðalhlutverki.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli verður á sama á sama tíma í umsjón æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að lokinni messu.

Helgistund á Ljósheimum
Sama dag kl. 13:30 verður helgistund á Ljósheimum og fáum við góða gesti til að syngja og leiða söng við helgistundina.

Batamessa verður kl. 17:00
Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 19. mars kl.17:00.
Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving munu leiða söng, Guðbjörg Arnardóttir þjónar. Við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni.

Allir velkomnir.