Messa kl. 11 og kvöldmessa kl. 20:00 sunnudaginn 27. október

Messa verður kl. 11:00 í Selfosskirkju sunnudaginn 27. október.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnaár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  
Fjölskyldusamvera / sunnudagskóli á sama tíma.
Súpa og brauð á eftir gegn vægu gjaldi

Um kvöldið kl. 20:00 verður kvöldmessa. 
Um tónlistina sjá systkinin og Selfyssingarnir Kristjana og Gísli Stefánsbörn og mun Kirkjukór Selfosskirkju syngja einhver lög með þeim.  Notaleg og ljúf kvöldstund þar sem messuformið er brotið upp og tónlistin í fyrirrúmi.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir. 

Messa á degi heilbrigðisþjónustunnar

Messa er í Selfosskirku sunnudaginn 20. október 2019 kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar er þann dag í þjóðkirkjunni. En hvað er að vera heilbrigður og hvaða þjónusta snýr að þessu atriði? Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði?

Kirkjukórinn syngur, organisti er Stefán Þorleifsson og Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli / Fjölskyldusamvera á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð eftir samveruna gegn vægu gjaldi.

Verið velkomin.

 

Stuðningshópur fyrir syrgjendur í samvinnu við Hveragerðisprestakall

Stuðningshópur fyrir syrgjendur verður í Hveragerðiskirkju á miðvikudögum kl. 19:30
Fyrir öll þau sem hafa upplifað missi og syrgja.
Samverustundirnar eru í samvinnu við Selfosskirkju og verða
fjórar talsins, á miðvikudagskvöldum kl. 19:30–21 og verður
fyrsta samveran verður haldin miðvikudaginn 23. október nk.
Umsjón með samverunum hefur Sr. Gunnar Jóhannesson og
Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Samverurnar byggjast upp á
nærveru, samtali og hlustun eins og hverjum og einum hentar.
Að missa, syrgja og sakna er hluti mannlegs lífs. Allir sem
upplifað hafa missi og sorg eru hjartanlega velkomnir.
Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar hjá sr. Gunnari
Jóhannessyni í síma 892-9115 eða í gegnum netfangið
gunnar.joh@icloud.com.
Verið hjartanlega velkomin.

 

Stöðvamessa í Selfosskirkju og guðsþjónusta í Villingaholtskirkju

Sunnudaginn 13. október verður stöðvamessa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Messan er fyrir alla fjölskylduna og er að uppbyggingu eins og hefðbundin fjölskylduguðsþjónusta en er svo brotin upp með því að fólk flakkar á milli fjögurra stöðva í kirkjunni og gera eitthvað táknrænt sem tengist þema messunnar.  
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir um tónlist sér Edit A. Molnár ásamt einhverjum kórfélögum úr barna- og unglingakórnum.
Súpa og brauð eftir messuna 750 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri, gott að fá sér góða súpa eftir stundina, fara södd heim og eiga nóg eftir af deginum.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju kl. 13:30, þar mun söngkór Hraugerðis- og Villingaholtskirkna syngja, stjórnandi er Guðmundur Eiríksson.

Bleik messa 6.október

Sunnudaginn 6.október kl. 11 er bleik messa í Selfosskirkju í tilefni af bleikum október sem helgaður er baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Guðmunda Egilsdóttir flytur erindi og fjallar um mikilvægi þess að standa saman og að nýta stuðninginn hvert frá öðru þegar fólk gengur í gegnum krabbameinsferli. Félagar úr Krabbameinsfélagi Árnessýslu lesa ritningarlestra. Unglingakór og Kirkjukór Selfosskirkju syngja fallega tónlist. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.

Á sama tíma er fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.

Að messu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu og rennur allur ágóði af henni í Krabbameinsfélag Árnessýslu. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Sýnum samstöðu og sjáumst í kirkjunni!

Tónlistarveisla í Selfosskirkju 22.september

Sunnudaginn 22.september verður tónlistarveisla í Selfosskirkju!

Í messunni kl. 11 syngur Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran, auk þess sem kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa í kirkjunni.  Þá leggjum við hið hefðbundna messuform algjörlega til hliðar og tónlist og talað orð fléttast saman á ljúfan og þægilegan hátt.  Unnur Birna Bassadóttir, Sigurgeir Skafti og Tómas Jónsson sjá um tónlistina en sr. Ninna Sif annast prestþjónustuna.

Verum öll hjartanlega velkomin í Selfosskirkju!

Messa sunnudaginn 8. september og samverustund 10. september

Messa verður sunnudaginn 8. september kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Barn borið til skírnar og sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera verður á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Samverustund verður þriðjudaginn 10. september í Selfosskirkju kl. 20:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna.  Karítas Harpa Davíðsdóttir sér um tónlistina, fulltrúi frá Píeta kynnir samtökin, aðstandandi talar um eigin reynslu, bænastund og kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.  Prestar Selfoss-, Eyrarbakka-, og Hveragerðiskirkjuprestakalla annast stundina.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir. 

Æskulýðsstarf haustið 2019

Barna og unglingastarf Selfosskirkju er ýmist hafið eða að hefjast á næstu dögum.

Fjölskyldusamverur á sunnudögum hófust 1. sept.

Æskulýðsfundir á þriðjudögum eru farnir af stað.

TTT 10 -12 ára hefst miðvikudaginn 4. sept. kl. 16:00

Foreldramorgnar hófust 28. ágúst.

6 – 9 ára hefst í lok september og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Kynning á æskulýðsstarfi Selfosskirkju verður í Frístundamessu Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla 6. og 7. september.

Fyrsta fjölskyldumessa vetrarins verður 15. september.

Nánari upplýsingar um æskulýðsstarfið gefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju aesko@selfosskirkja.is