Leiksýning, þriðjudagskvöld 24. febrúar kl. 20 – allir velkomnir.

Leikritið “Upp, upp mín sál” verður sýnt í Selfosskirkju, þriðjudagskvöldið, 24. febrúar- kl. 20. Fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið á þetta leikrit, en sýningin er öllum opin. Leikritið tekur 45 mínútur í flutningi. Leikarar eru þrír: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð sem er jafnframt leikstjóri.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið sem segir frá uppvaxtarárum Hallgríms Péturssonar. Verkið byggir að mestu á bókinni „Heimanfylgju“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur en leikgerðin er eftir Valgeir Skagfjörð.

Verkið er sniðið að ungum áhorfendum og miðar að því að gefa grunnskólabörnum innsýn inn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadag og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó. Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur, Tyrkjarán og dauðsföll allt um kring settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar.

Sagan er sögð á einfaldan en skemmtilegan hátt með aðferðum leikhússins, söng og hljóðfæraslætti.

Verið velkomin.

Fermingarfræðsla í vikunni

Bjartur dagurSamkvæmt áæltun þá eiga fermingartímana í þessari viku. Þó með þeirri breytingu að miðvikudagstímarnir 3. desember verða að færast yfir á fimmtudaginn 4. desember á sama tíma. Vonum að það komi ekki að sök. Eins er rétt að minna á sunnudagsmessurnar. Nú á aðventu er hugað að undirbúningu jólahátíðarinnar og það verður megin efni þriðjudags og fimmtudagstímana. Viljið vera svo væn að ítreka mætinguna á þriðjudag og fimmtudag fyrir börnunum og eins að ýta við þeim að lesa í bókinni Con Díos. Síðan áttuðum við prestarnir okkur á því að sum börnin gátu ekki mætt á fimmtudegi kl. 15 svo við boðum þau að koma á sínum rétta tíma á miðvikudeginum 12. desember kl. 15.

Söfnun fermingarbarna 5. nóv.

VatnHelpÍ samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, sem okkar kirkja stendur að, höfum við skipulagt söfnun fermingarbarna í sókninni okkar miðvikudaginn 5. nóvember . kl. 17:00 – 19:00.

Meðal þess sem fermingarbörnin fá að kynnast í vetur er þróunar- og hjálparstarf á vegum kirkjunnar í landinu, þar á meðal kirkjunnar okkar. Við njótum samstarfs við starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur útbúið efnið sem við notum, myndir og upplýsingar um líf munaðarlausra barna í Úganda í Afríku. Fermingarbörnin fá að kynnast erfiðleikum sem þau glíma við og við munum ræða ábyrgð okkar á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi. Síðan er ætlunin að fermingarbörnin gangi í hús og safni framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Mörg hafa reynslu af því að ganga í hús úr íþrótta- og félagsstarfi. Fyrir söfnunina fá þau leiðbeiningar frá okkur um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Þau fara alltaf tvö og tvö saman. Ykkur foreldrum er velkomið að ganga með þeim og við þiggjum gjarnan aðstoð við að koma þeim af stað með baukana og taka á móti þeim aftur hér í kirkjunni. Það væri vel þegið.

 

Við teljum að með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um boðskap Krists á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum. Á unglingsárum þegar skilningur vex og ungt fólk er að móta sér lífsstíl er mikilvægt að fá að setja sig í samhengi við aðra í heiminum og skynja kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif. Um leið metum við meira þá gæfu sem við njótum hér á Íslandi.

 

Verkefni þetta var fyrst unnið fyrir fimmtán árum og gafst mjög vel. Fermingarbörn í fleiri en 60 sóknum um land allt taka þátt nú. Við vonum að þið takið undir með okkur í þessu, ræðið við og hvetjið börnin ykkar.

 

Fermingarstörfin

IMG_2704

Á morgun föstudag lýkur 5 daga upphafsnámskeiði fermingarstarfanna. Börnin eiga að vera mætt kl. 9 í kirkjuna og fara síðan til skólasetningar en koma aftur kl. 12 í Selfosskirkju. Kl.  kl. 12:15 og þá er boðið í pizzu.

Á sunnudaginn er síðan messa kl. 11 í Selfosskirkju og rétt að mæta þar með börnum og hefja þannig messugöngur vetrarins. Kl. 10:30 á sunnudagsmorgun verður farið yfir messuna þannig að hún nýtist betur til uppbyggingar en ella. Reiknað er að börnin sæki messur 10 sinnum yfir veturinn og skiptir þá ekki höfuð máli hvaða kirkja og söfnuður verður fyrir valinu.

Vikan sem er að líða hefur verið viðburðarrík í Selfosskirkju og það er von okkar sem að standa að allir haft gagn og gaman af. Við minnum á Facebook síðuna sem við höfum stofnað til, til samskipta.

kveðja prestarnir Axel, Óskar, Ninna Sif, Sigurður og Sveinn

Fermingarstörfin að hefjast

Fermingarstörfin hefjast með fræðslunámskeiði mánudaginn 18. ágúst kl. 9 í Selfosskirkju.  Fræðsluefnið er bókin Con Dios sem börnin þurfa að hafa með sér á námskeiðið.  Bókin fæst í Sunnlenska bókakaffinu og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31 í Reykjavík.  Námskeiðið stendur í fimm daga en því lýkur föstudaginn 22. ágúst.

Fermingarfræðslunámskeið verður 18.-22. ágúst

Fermingarfræðslunámskeið fyrir þau fermingarbörn sem fermast vorið 2015 verður haldið í Selfosskirkju dagana 18.-22. ágúst nk.  Mæting er kl. 9 á hverjum morgni og gert er ráð fyrir að vera til kl. 12:30 eða 13.  Um er að ræða margþætta fræðslu í umsjón prestanna, auk þess sem gestafyrirlesari kemur í heimsókn, farið verður í leiki og leiðsögn gefin í leikrænni tjáningu.  Á fræðslunámskeiðinu er byggt á bókinni Con Dios sem öll börn þurfa að hafa meðferðis á námskeiðið.  Boðið verður upp á létta morgunhressingu um kl. 10:30 á hverjum morgni.