Sunnudagurinn 14. maí 2023

Selfosskirkja

Sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn alltaf velkomin.

Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kirkjukór syngur.

Minnum á morgunbænir þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 9:15.

Uppstigningadagur 18.maí- og dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 11. Hörpukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

Eyrarbakkakirkja

Fermingarmessa kl. 11. Kirkjukór leiðir söng. Haukur Arnarr Gíslason organisti.

Messa og sunnudagsskóli á öðrum sunnudegi eftir páska. Og súpa.

Messa og sunnudagsskóli verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Gunnar Jóhannesson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng og Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Sunnudagsskólinn í umsjá Sjafnar Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa.
Súpa verður í safnaðarheimilinu eftir messuna og þá gegn vægu gjaldi. Verið velkomin.

Barna- og unglingastarfið í kirkjunni

Nú er allt barna og unglingastarf kirkjunnar komið á fullt skrið á nýju ári.

Sem fyrr er 6-9 ára starf í Sunnulæk á þriðjudögum kl. 13 og á fimmtudögum kl. 13 í Vallaskóla. Skráningar fara fram á Skrámi https://selfosskirkja.skramur.is/login.php

Æskulýðsfundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30. Framundan hjá unglingunum er Febrúarmót í Vatnaskógi.

http://aeskr.is/februarmot/?fbclid=IwAR3bwusPQPQBXYbfcKIdsrwFakmHJ_pNnW6rOLxx7Rtr5k4je8abefi2Tdw

TTT 10 – 12 ára starf er á miðvikudögum kl. 16 – 17. Framundan í TTT er ma. TTT mót í Vatnaskógi í mars þar sem hópurinn gistir eina nótt.

Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11 – 12:30.   https://www.facebook.com/groups/286018154853258/

Ný tímasetning á fjölskyldusamverum/sunnudagaskóla er kl. 13:00 á sunnudögum.

Næsta fjölskyldumessa verður 9. febrúar í umsjón sr. Gunnars og Rebekku leiðtoga.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

 

Dagur breytinga

Fiskurinn er eitt af elstu táknum kristninnar.

Sunnudaginn 26. janúar 2020 munum við gera breytingar á tímasetningu fjölskyldusamverunnar og sunnudagaskólans og hefst stundin kl. 13:00. Þetta er tilraunaverkefni fram að vori og hugsað til að þjónusta sóknarbörn Selfosskirkju og Selfossprestakalls enn betur. Söngur, biblíusögur, leikir, föndur, brúður og margt fleira.

Hins vegar heldur 11. messan sér og verður á sínum stað og sinni stund. Þann dag þjónar sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur fyrir altari og Edit Molnár, organsti leiðir kór og söfnuð í söng og svörum. Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið ávallt velkomin í Selfosskirkju!

Jól í skókassa

Nú styttist í síðasta skiladag “Jól í skókassa” en lokaskiladagsetning í Selfosskirkju er 5. nóvember. Jól í skókassa er fallegt verkefni þar sem gjafir eru útbúnar ofan í skókassa en gjafirnar verða sendar til barna í Úkraínu. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á https://www.kfum.is/skokassar/skokassar/

Í fyrra söfnuðust 150 kassar hér á svæðinu og væri virkilega gaman að ná þeim fjölda aftur og jafnvel að gera enn betur.

Messa á degi heilbrigðisþjónustunnar

Messa er í Selfosskirku sunnudaginn 20. október 2019 kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar er þann dag í þjóðkirkjunni. En hvað er að vera heilbrigður og hvaða þjónusta snýr að þessu atriði? Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði?

Kirkjukórinn syngur, organisti er Stefán Þorleifsson og Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli / Fjölskyldusamvera á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð eftir samveruna gegn vægu gjaldi.

Verið velkomin.

 

Vorferð foreldramorgna

Í vikunni fór hópurinn sem mætt hefur á foreldramorgna í vetur í vel heppnaða vorferð í Þorlákshöfn. Nokkrar mæður og börn nutu þess að fara í sundlaugina í Þorlákshöfn og eftir sundið sameinaðist hópurinn í góðu yfirlæti á veitingastaðnum Hendur í Höfn.

Margir foreldrar hafa nýtt sér að mæta í vetur og höfum við fengið ákaflega góðar heimsóknir frá fjölmörgum fyrirlesurum og er það seint full þakkað hvað fólk í samfélaginu er tilbúið að gefa af sér fyrir þennan ágæta hóp.

Markmið foreldramorgna er að vera samkomustaður fyrir foreldra með ung börn og er það mikilvægt fyrir foreldra í fæðingarorlofi að hafa stað til að hittast á spjalla, fræðast, byggja sig upp og drekka kaffi.

Formleg dagskrá foreldramorgna er nú komin í sumarfrí en við hefjum starfið aftur að nýju um miðjan ágúst.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi