(Ó)NÝTT landsmót ÆSKÞ á Selfossi vel nýtt.

Helgina 20. – 22. október var Landsmót ÆSKÞ haldið á Selfossi. Mótið gekk eins og í sögu og var mál manna að aðstaðan á Selfossi væri mjög góð fyrir mót eins og þetta.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir æskulýðsstarf í landinu að sveitarfélög séu tilbúin að taka á móti unglingunum og það má svo sannarlega segja um Selfoss. Allir aðilar sem komu að mótinu voru jákvæðir fyrir því frá fyrsta degi. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til Sveitarfélagsins Árborgar, Braga menningarfulltrúa, Guðmundar húsvarðar í Vallaskóla, Guðjóns húsvarðar og Hrannar í Iðu, HP kökugerðar, Guðnabakarí, Almars bakari, Sóknarnefndar Selfosskirkju, Hveragerði og Einars Björnssonar.

Mótið bar yfirskriftina (Ó)nýtt landsmót en þar horfðum við til sköpunarverksins og hvernig við erum að fara með jörðina. Fræðsla mótsins var um umhverfisvernd en eftir hana fengu æskulýðsfélagar að spreyta sig í alls konar umhverfisvænum verkefnum í Messy Church hópastarfi. Á mótinu var allt sorp flokkað og telst því mótið vel nýtt.

Næsta landsmót ÆSKÞ verður haldið á Egilsstöðum og eru æskulýðsfélagar landsins eflaust farnir að hlakka til.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju,

  

(Ó)nýtt landsmót

Landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar) fer fram á Selfossi 20. – 22. október.

Yfirskrift mótsins í ár: (ó)nýtt landsmót – minnir okkur á það að hver hlutur og hugmynd er auðlind. Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars.  Að endurnýta hluti sem og hugmyndir er til þess fallið að auka verðmæti og sama tíma sýna virðingu, ef við sækjumst alltaf bara eftir einhverju nýju skiljum við aldrei fullkomlega auðinn sem býr í hverjum hlut og því síður það kraftaverk sem jörðin okkar er.

Dagskráin er þéttskipuð, sundlaugarpartý, kvöldvökur, helgistundir fræðsla, vinnuhópar í tenglsum við þemað, ratleikur um bæinn, hæfileikakeppni, DJ Egill Spegill og Hr hnetusmjör sjá um ballið. Lokapunktur landsmóts er messa í Selfosskirkju en þar mun sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjóna og Kristján Valur Ingólfsson predika.

Haustdagskrá barna og æskulýðsstarfs Selfosskirkju

Nú fer allt barna og æskulýðsstarf Selfosskirkju að hefjast.

Æskulýðsstarfið hefur sér hóp á Facebook sem heitir “Kærleiksbirnirnir – Æskulýðsfélag Selfosskirkju” áhugasamir geta sótt um aðganga að síðunni. Félagið er fyrir fermingarárganginn og upp að fyrsta árs nemum í framhaldsskóla.

Kirkjuskólinn er fyrir börn í 1. – 3. bekk og verður í Sunnulæk og Vallaskóla eins og síðustu ár og mun hefjast 12. og 14. september. Kirkjuskólinn verður nánar auglýstur í tölvupósti til foreldra á næstu dögum.

Nú bjóðum við upp á 9 – 10 ára starf (4. -5. bekkur) sem við köllum NTT það verður á miðvikudögum í safnaðarheimili Selfosskirkju kl. 15 – 16. Eins bjóðum við upp á 11 -12 ára starf (6. – 7. bekkur) eða ETT það verður á miðvikudögum kl. 16:15 – 17:15 í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Eins og fram hefur komið hefst sunnudagaskólinn 3. september kl. 11:00.

Nánari upplýsingar um barna og æskulýðsstarfið má fá með því að senda póst á johannayrjohannsdottir@gmail.com

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Sumarnámskeið TTT ( 10 -12 ára )

Sumarnámskeið TTT  dagana 14. – 16. júní frá kl. 13:00 – 15:00
TTT námskeið er fyrir börn á aldrinum 10 – 12 ára.
Leikir, söngur, föndur, útivera, ratleikur, leiklist og bænastundir.
Námskeiðið fer fram í Selfosskirkju. Lokaskráningardagur er 13. júní.
Námskeiðið er frítt.
Umsjón: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju
Skráning með því að senda nafn barns, fæðingarár og síma foreldra á johannayrjohannsdottir@gmail.com

TTT mót í Vatnaskógi 24. – 25. mars

Æskulýðsmót TTT starfs Kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldið í Vatnaskógi 24. til 25. mars Þar koma saman hópar 10 til 12 ára frá ýmsum kirkjum höfuðborgarsvæðisins og skemmta sér saman í frábæru umhverfi.

Félagar í TTT 10 -12 ára starfi Selfosskirkju gefst kostur á að vera með í þessar ferð.

Nánari upplýsingar í bæklingi hér í fylgiskjali og hjá æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttir s. 482-2179 og 897-3706.

 

 

TTT-Baeklingur-2017