Annar sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju

Það verður nóg um að vera í Selfosskirkju á öðrum sunnudegi í aðventu.

Messa

Messa verður kl. 11:00, þar syngur kirkjukórinn fallega aðventu- og jólatónlist undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli

Sunnudagskóli verður á sama tíma og þar koma hirðarnir við sögu, Sigurður Einar Guðjónsson spilar undir við sönginn, eitthvað verður föndrað fyrir jólin umsjón með stundinni hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi eftir messu.

 

Aðentutónleikar

Síðar um daginn kl. 16:00 verða hinir árlegu aðventutónleikar Selfosskirkju, aðgangseyrir er 2500 og rennur hann óskiptur í Tónlistarsjóð Selfosskirkju.  Fram koma: Jórukórinn, Karlakór Selfoss, Hörpukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju, Unglingakór Selfosskirkju, Kór FSu, Strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga, Lúðrasveit Selfosskirkju, einsöng synur Halla Dröfn Jónsdóttir.

2ndSundayOfAdvent

KK í kvöldmessu13. nóvember

Hinn kunni tónlistarmaður, Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er oftast nefndur, kemur fram í kvöldmessu í Selfosskirkju nk. sunnudagskvöld 13.nóvember kl. 20.  Prestur er sr. Ninna Sif.

Í kvöldmessunni verður áhersla lögð á létta og notalega stemningu þar sem ljúfir tónar eru fluttir innan um ritningarorð, hugvekju og bæn. KK mun flytja brot af sínum bestu lögum á sinn einlæga og elskulega hátt. Að venju eru allir hjartanlega velkomnir.kk (002)

Messa sunnudaginn 13. nóvember

Að vanda verður messa í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár.  Kór kirkjunnar syngur, en einnig mun Guðmundur Karl Eiríksson baritónsöngvari syngja einsöng.  Á sama tíma verður sunnudagaskóli í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  söngvari

Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 23. september verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, stjórnandi er Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu á eftir messuna.

Á sama tíma byrjar sunnudagaskólinn, börnin koma inn í messuna en fara svo í sunnudagskólann þar sem þau hitta þau Rebba ref, Vöku skjaldböku og fleiri vini, syngja, heyra biblíusögu og fá svo límmiða.  Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.

Velkomin í Selfosskirkju

14469428_971215693000701_4759654349537587611_n

Fermingarmessur í Selfosskirkju 16. og 17. apríl kl. 11:00

  1. apríl kl. 11:00. Prestar: Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir

Egill Ingi Þórarinsson, Sílatjörn 9, 800 Selfoss

Gabriel Árni Valladares Inguson, Ástjörn 9, 800 Selfoss

Gabríel Bjarni Jónsson, Kirkjuvegi 33, 800 Selfoss

Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, Grundartjörn 7, 800 Selfoss

Hafliði Már Óskarsson, Dverghólum 21, 800 Selfoss

Inga Matthildur Karlsdóttir, Tröllhólum 11, 800 Selfoss

Íris Arna Elvarsdóttir, Furugrund 11, 800 Selfoss

Natalia E Valladares Ingudóttir, Ástjörn 9, 800 Selfoss

Sveina Björt Kristbjargardóttir, Háengi 15, 800 Selfoss

Vilhelm Freyr Steindórsson, Baugstjörn 17, 800 Selfoss

  1. apríl kl. 11:00. Prestar: Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir

Baldur Snær Yngvason, Suðurbraut 10, 800 Selfoss

Brynhildur Sif Viktorsdóttir, Grafhólum 18, 800 Selfoss

Einar Ísak Friðbertsson, Folaldahólum 13, 800 Selfoss

Glódís Ólöf Viktorsdóttir, Grafhólum 18, 800 Selfoss

Hlynur Héðinsson, Kálfhólum 25, 800 Selfoss

Ísabella Sara Halldórsdóttir, Hraunhólum 20, 800 Selfoss

Jón Karl Sigurðsson, Hrafnhólum 2, 800 Selfoss

Krister Frank Andrason, Gauksrimi 3, 800 Selfoss

Rebekka Lind Daníelsdóttir, Álftarima 14, 800 Selfoss

Sigríður María Jónsdóttir, Víðivöllum 18, 800 Selfoss

Stefanía Hrönn Stefánsdóttir, Suðurbraut 34, 800 Selfoss

Zara Björk Guðlaugsdóttir, Kirkjuvegi 20, 800 Selfoss

Þuríður Eygló Haraldsdóttir, Fosstúni 6, 800 Selfoss

Helgihald í Selfossprestakalli í dymbilviku og um páska

Skírdagaur:  

Laugardælakirkja:  Messa kl. 13:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.

Föstudagurinn langi:

Selfosskirkja: Lestur Passíusálma hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi.  Fólk úr söfnuðinum les.  Boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu og fólki er frjálst að koma og fara eftir því sem hentar.  Umsjón hefur sr. Guðbjörg Arnardóttir.

Kyrrðarstund við krossinn kl. 20.  Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson les sjö orð Krists á krossinum.  Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Guðbjörg Arnardóttir.

Páskadagur:

Selfosskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Að guðsþjónustu lokinni býður sóknarnefnd til morgunverðar í safnaðarheimilinu.

Hraungerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Kór Hraungerðis – og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.

Annar páskadagur:

Villingaholtskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Kór Hraungerðis – og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.