Hátíðarguðsþjónustur í Árborgarprestakalli    Verið velkomin til kirkju á helgum jólum 2022

Aðfangadagur 24. desember 

Selfosskirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Stokkseyrarkirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Eyrarbakkakirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30
Selfosskirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30     

Jóladagur 25. desember 

Hraungerðiskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Laugardælakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00 
Gaulverjabæjarkirka – Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:00   

Annar dagur jóla 26. desember 

Villingaholtskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Ljósheimar – Helgistund kl. 13
Móberg – Helgistund kl. 14  

Gamlársdagur 31. desember 

Selfosskirkja – Guðsþjónusta kl. 17:00   

Guð gefi öllum gleðilegra og friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár.

Að ganga á fund áfalla, sorgar og missis

Mynd

Skuggahliðin

Fyrirhugaðar eru fjórar samverur á næstunni í Selfosskirkju fyrir þau sem glíma við áföll, sorg og missi. Fyrsta skiptið verður mánudaginn 28. nóvmber kl. 17:30 og svo næstu þrjá mánudaga á sama tíma. Hvert skipti varir í tæpan klukkutíma. Stutt innlegg verður í upphafi hvers sinn og síðan gefst tækifæri til að eiga þar rými til að viðra reynslu sína og tilfinningar, eiga samtal og gagnkvæman stuðning. Umsjón er í höndum héraðsprestsins sr. Axels Njarðvík og djáknans Guðmundar Brynjólfssonar. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald. Fólk er hins vegar beðið á skrá sig annað hvort hjá sr. Axel í síma 856 1574 eða axel.arnason@kirkjan.is eða Guðmundi djákna í síma 899 6568 eða gummimux@simnet.is.

Guðsþjónustur í Árborgarprestakalli 23. október


Guðsþjónusta verður í Eyrabakkakirkju kl. 11.

Arnaldur Bárðarson þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmundur Sigurðsson

Guðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudagskvöldið 16. október kl. 20.

Arnaldur Bárðarson þjónar fyrir altari. Kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn Edit Molnár.

Einnig munu Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari og Luke Starkey lútuleikari flytja lútusöngva eða enska gullaldarsöngva í messunni.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagur breytinga

Fiskurinn er eitt af elstu táknum kristninnar.

Sunnudaginn 26. janúar 2020 munum við gera breytingar á tímasetningu fjölskyldusamverunnar og sunnudagaskólans og hefst stundin kl. 13:00. Þetta er tilraunaverkefni fram að vori og hugsað til að þjónusta sóknarbörn Selfosskirkju og Selfossprestakalls enn betur. Söngur, biblíusögur, leikir, föndur, brúður og margt fleira.

Hins vegar heldur 11. messan sér og verður á sínum stað og sinni stund. Þann dag þjónar sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur fyrir altari og Edit Molnár, organsti leiðir kór og söfnuð í söng og svörum. Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið ávallt velkomin í Selfosskirkju!

Messa á degi heilbrigðisþjónustunnar

Messa er í Selfosskirku sunnudaginn 20. október 2019 kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar er þann dag í þjóðkirkjunni. En hvað er að vera heilbrigður og hvaða þjónusta snýr að þessu atriði? Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði?

Kirkjukórinn syngur, organisti er Stefán Þorleifsson og Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli / Fjölskyldusamvera á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð eftir samveruna gegn vægu gjaldi.

Verið velkomin.

 

Aðalsafnaðarfundur í Selfosssókn þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20:00

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.
Dagskrá aðalsafnaðarfundar:
Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.
Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr. Starfsreglur um sóknarnefndir www2.kirkjan.is/node/11364):
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðar skuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra vara manna til 4ra ára.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endur skoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
7. Kynntar verða tvær hugmyndir um sameiningu prestakalla. Annars vegar sameiningu Eyrarbakka- og Selfossprestakalla í eitt prestakall og hins vegar heildarsameiningu prestakalla í Flóahreppi, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ í eitt prestakall
8. Önnur mál. Sjá nánar www.selfosskirkja.is