Sjá þann mikla flokk

Kirkjukór Selfosskirkju tekur þátt í þessari spennandi dagskrá og kórasamstarfi í Skálholtskirkju

Söngdagskrá, lestrar og bænir verða í Skálholtskirkju laugardaginn 7. nóvember nk. kl. 20.00. Kirkjukórar í Suðurprófastdæmi munu flytja tónlist sem hæfir þessum tíma kirkjuársins, prestar annast lestra ásamt vígslubiskupi. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stýrir dagskránni.

Flytjendur tónlistar eru Þóra Gylfadóttir, sópran, László Kéringer, tenór, kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og Haraldar Júlíussonar, kór Selfosskirkju, stjórnandi Edit Molnár, kór Hveragerðiskirkju, stjórnandi Miklós Dalmay og Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Að lokinni Krossamessu 3. maí sl.

Stelpurnar sem voru að ljúka starfið

Stelpurnar sem voru að ljúka kórstarfinu

Krossamessa var haldin 3. maí sl. Þá luku 7 stúlkur söngstarfi sínu með Unglingakór Selfosskirkju og fengu að gjöf krossmen frá kirkjunni. Stúlkunum var þannig það mikla starf sem þær hafa tekið þátt í undanfarin ár og blessun lýst yfir.  Á  myndinni eru þær Dröfn Sveinsdóttir, Guðrún Lára Stefánsdóttir, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Kristín Hanna Jóhannesdóttir, Sesselja Sólveig Jóhannesdóttir, Sólveig Ágústa Ágústsdóttir og Þórunn Ösp Jónasdóttir ásamt Edit Molnár kórstjóra.

 

 

Sumardagurinn fyrsti 2015

Fuglinn Sumardagurinn fyrstiSumardaginn fyrsta fagnar Barna- og unglingakór Selfosskirkju sumrinu í Selfosskirkju með tónleikunum “Fuglinn í fjörunni” kl. 15:00. Á tónleikunum verða einungis flutt verk sem snúa að fuglum og jafnframt munu kórfélagar lesa upp ljóð um fugla, sum hver frumsamin! Um undirleikinn sér Miklós Dalmay og er kórstjórnandi Edit Molnár.

Aðgangseyrir eru 1500 kr. Innifalið í verðinu eru léttar kaffiveitingar eftir tónleikanna.

Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn bjóða til tónleika

Föstudagskvöldið, 19. desember kl. 20:00 en þá býður Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn, Selfossbúum og sunnlendingum á ókeypis tónleika í Selfosskirkju.

Kórarnir munu flytja vandaða og fallega jólatónlist í hlýlegu umhverfi kirkjunnar við kertalýsingu.

Tónleikarnir hefjast með söng Skálholtskórsins, undir stjórn Jóns Bjarnasonar, og svo mun sr. Þorvaldur Karl Helgason flytja
hugvekju.

Þá mun Karlakórinn, undir stjórn Lofts Erlingssonar og við undirleik Jóns Bjarnasonar, flytja sína dagskrá og endar á laginu fallega „Ó, helga nótt.“

Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Selfosskirkju að kveldi föstudagsins 19. desember
og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund í amstri jólaundir-búningsins. Sjá http://www.karlakorselfoss.is/

Vel heppnaðir tónleikar á aðventu

Vel tókst til á aðventutónleikum sjö kóra í Selfosskirkju sunnudaginn 9. desember sl. 285 voru flytendur og um 180 manns komu á að hlýða. Aðgangseyrir rann óskiptur í Tónlista – og menningarsjóð Selfosskirkju. Þessir árlegu aðventutónleikar voru nú haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram að þessu sinni og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans.

Hér með fylja þrjú myndbönd sem Antoine van Kasteren hefur sett á netið:

Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur Dansaðu vindur

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands syngur O Holy night

Unglingakór Selfosskirkju syngur Stjarna stjörnum fegri

7. desember – 2. sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Unglingakórinn syngur Lúsíusöngva undir stjórn Edit Molnár. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann . Umsjón með barnastarfinu hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Árlegir aðventutónleikar kl. 16, haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram, og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans. Aðgangseyrir kr. 2000, rennur að þessu sinni í Tónlistar- og menningarsjóð Selfosskirkju.

Verið velkomin til kirkjunnar.