Vel heppnaðir tónleikar á aðventu

Vel tókst til á aðventutónleikum sjö kóra í Selfosskirkju sunnudaginn 9. desember sl. 285 voru flytendur og um 180 manns komu á að hlýða. Aðgangseyrir rann óskiptur í Tónlista – og menningarsjóð Selfosskirkju. Þessir árlegu aðventutónleikar voru nú haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram að þessu sinni og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans.

Hér með fylja þrjú myndbönd sem Antoine van Kasteren hefur sett á netið:

Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur Dansaðu vindur

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands syngur O Holy night

Unglingakór Selfosskirkju syngur Stjarna stjörnum fegri

7. desember – 2. sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Unglingakórinn syngur Lúsíusöngva undir stjórn Edit Molnár. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann . Umsjón með barnastarfinu hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Árlegir aðventutónleikar kl. 16, haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram, og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans. Aðgangseyrir kr. 2000, rennur að þessu sinni í Tónlistar- og menningarsjóð Selfosskirkju.

Verið velkomin til kirkjunnar.

Steinunn rithöfundur og sr. Hallgrímur Pétursson

af visir.is

Steinunn Jóhannesdóttir af visir.is

Fimmtudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 verður Sálmafoss í kirkjunni í tilefni 400 ára afmælið Hallgríms Péturssonar. Steinunn Jóhannesdóttir flytur stutt erindi um  bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir tæplega fjögur hundruð árumum. Kór Selfosskirkju syngjur milli erinda texta úr skáldskap Hallgríms. Aðgangur er ókeypis.

 

Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldguðsþjónusta

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem Unglingakórinn syngur, nýkominn þá úr tveggja nátta æfingardvöl í Vík í Mýrdal ásamt Edit Molnár. Við munum fá að sá  söngatriðisins sem æskulýðsfélag Selfosskirkju var með á landsmóti æskulýðsfélaganna á Hvammstanga um síðustu helgi. Frábært atriði hjá þeim stöllum. Hvetjum aðstandendur og vini þeirra sem eru í æskulýðsfélaginu til að mæta í fjölskylduguðsþjónustuna.Verið öll velkomin.

Eyfi pressumynd 1Um kvöldið er boðað  til kvöldguðsþjónustu þar sem Eyfi syngur og spilar. Prestur er séra Axel Njarðvík. Eyfa þarf vart að kynna. Það verður innihaldsríkt að koma og leiðast til helgihalds með tónlist og söngvum samtímans í bland við gamlan texta. Verið öll velkomin til samfélagsins.

Þýskur sönghópur 26. okt kl. 20

Camerata3posturÞýski sönghópurinn Camerata Musica Limburg syngur í Selfosskirkju sunnudagskvöldið 26. október kl. 20.

Þýski karlakórinn Camerata Musica Limburg var stofnaður árið 1999. Kórinn er skipaður 13 söngvurum og hefur starfað undir stjórn Jan Schumacher frá upphafi. Hópurinn var stofnaður af fyrrum félögum í drengjakór Dómkirkjunnar í Limburg þar sem lengi hefur ríkt sú hefð að fyrrum félagar taki höndum saman og stofni kammerkóra sem hafa oftar en ekki notið mikillar velgengni.

Á efnisskrá Camerata Musica Limburg má finna mikið af nýrri kórtónlist í bland við eldra og þekktara efni. Þar leynast því bæði klassískar perlur frá merkustu tímum tónlistarsögunnar og nýstárleg verk eftir suma af bestu tónskáldum heimsinns í dag auk fjölda skemmtilegra útsetninga af þekktri popp- og jazztónlist.

Kórinn hefur tekið þátt í í fjölda keppna og hátíða víða um Evrópu og hefur vægast sagt sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum bæði í Þýskalandi og utan þess. Þar má meðal annars nefna fyrstu verðlaun í frönsku kórakeppninni Tours Vocal Competition Florilège Vocal árið 2006 og einnig í alþjóðlegri kórakeppni í Vlaanderen Maasmechelen í Belgíu árið 2007. Einnig sigraði kórinn í tveimur flokkum í kórakeppni í Bremen árið 2008 og síðast en ekki síst vann hann til verðlauna í keppni þýskra kóra sem fram fór í Dartmund árið 2010.

Vegna mikillar velgengni og góðs orðspors býðst kórnum oft tækifæri til að taka þátt í virtum hátíðum og keppnum um allan heim og hefur hann reglulega komið fram á stórum viðburðum sem sérstakur gestakór.

(frjáls framlög við kirkjudyr).

Skráningu að ljúka

Börnin í kirkjunniSkráningu nýrra félaga í Barna – og Unglingakórum Selfosskirkju er senn að ljúka og lýkur 15. október nk. Hafði því samband við Edit í tíma til að allt sé með tilhlýðilegum hætti.

Næsta skráningartímabil verður frá 6. janúar 2015 og lýkur  10. febrúar 2015.

 

Septembertónleikar í Selfosskirkju

Jörg SondermannSunnudaginn 7. sept. byrja árlegir Septembertónleikar í Selfosskirkju. Á fyrstu tónleikunum mun Jörg E. Sondermann, organisti kirkjunni leika verk eftir Johann Pachelbel, Johann Sebastian Bach, Friedrich Richter og Joseph Rheinberger.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.0 og aðgangur er ókeypis. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Kallað eftir börnum í barnakórinn

Börnin í kirkjunniBarnakór Selfosskirkju auglýsir eftir börnum fædd 2004 og 2005 sem vilja ganga í kórinn.

 

Fyrsta kóræfing er 11. septeber í Selfosskirkju kl 15:15 til 16:00. Frekari upplýsingar eru á vefsíður Selfosskirkju www.selfosskirkja.is eða hjá kórstjóranum edit@simnet.is.

 

Barnakór (4.-6. bekkur):  Æfingar á þriðjudögum kl. 14:00-14:45 í kórherbergi og samæfing með Unglingakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:00 í safnaðarheimili

Unglingakór (7.-10. bekkur):  
Æfingar í kórherbergi á þriðjudögum kl. 15:00-15:45 og samæfing með Barnakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:30 í safnaðarheimili.

Barnakór kemur reglubundið inn í sunnudagaskólann og kemur einnig í heimsókn í kirkjuskólann ásamt því að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustum.  Þá fara kórar í heimsóknir í Grænumörk, á Ljósheima og Fossheima.  Stjórnandi kóranna er Edit Molnár.

Engispretturnar í Selfosskirkju- finnskur karlakór

Nikke Isomöttönen & Sirkat

Nikke Isomöttönen & Sirkat

Finnski karlakórinn Sirkat eða Engispretturnar heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 20. Kórinn kemur frá háskólabænum Jyväskylä en í honum eru einnig félagar frá Savonlinna, sem er vinabær Árborgar, og óskaði kórinn því að koma fram á Selfossi, en hann heldur aðra tónleika í Langholtskirkju í Reykjavík 16. júní. Sirkat er einn elsti og helsti karlakór Finna, stofnaður árið 1899 og heldur því upp á 115 ára afmæli sitt um þessar mundir. Stjórnandi kórsins er Nikke Isomöttönen sem er einnig þekktur hljómsveitarstjóri. Á efnisskránni eru bæði klassísk og nútímaleg karlakórslög auk laga sem hafa sérstaklega verið samin fyrir kórinn.