Sjómannadagur í Selfosskirkju 1. júní.

Hafrót í lífinu

Hafrót í lífinu

Messa verður kl. 11 sunnudaginn 1. júní í Selfosskirkju en fyrsta sunnudag í júní er að jafnaði Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Glúmur Gylfason. Kirkjukór Selfoss syngur. Súpa í hádeginu.

Hvítasunna 2014

IMG_0011Selfosskirkja: Ferming laugardaginn 7. júní kl. 13:30. Fermdir verða Björn Eggert og Pétur Gabríel Gústavssynir.

Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11. Prestur sr. Axel Á. Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Allir velkomnir!

Hraungerðiskirkja: Ferming á hvítasunnudag kl. 13:30. Fermd verða Agnes Björg Birgisdóttir, Elín Inga Steinþórsdóttir og Stefán Narfi Bjarnason. Prestur er sr. Axel Á. Njarðvík. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Laugardælakirkja: Ferming á annan í hvítasunnu, 9. júní, kl. 11. Fermdar verða Sigdís Erla Ragnarsdóttir og Sunneva Þorsteinsdóttir. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Villingaholtskirkja: Ferming á annan í hvítasunnu 9. júní kl. 13:30. Fermd verða Alexander Ó.B. Kristjánsson, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Ýmir Atlason. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Uppstigningardagur 2014

Lífsins tré

Lífsins tré

Messað verður í Selfosskirkju kl. 11 á uppstigningardag. Sr. Halldór Gunnarsson prédikar. Sr. Axel Á Njarðvík þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir sönginn.  Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu.

Uppstigningardagur er fjörutíu dögum eftir páska. Með honum hefst undirbúningstími þriðju stórhátíðarinnar, Hvítasunnu. Jesús steig upp til himna, ekki til að yfirgefa þennan heim og þessa jörð, heldur til að geta verið alls staðar nálægur. Eins og himinninn er lífsloftið sjálft sem umvefur okkur og án þess gætum við ekki lifað, eins vill hann umvefja okkur og vera okkur hjá. Uppstigningadagur er með elstu hátíðum kristninnar. Í fyrstu var þó ekki um sérstaka hátíð að ræða heldur var uppstigningarinnar minnst á hvítasunnu Kirkjan hefur haldið hátíð uppstigningar Drottins á sérstökum degi síðan um 400. Frá því á 6.öld var dagurinn haldinn hátíðlegur með mikilli viðhöfn í Róm og breiddust söngvar hans og siðir þaðan út um alla kristnina.

Á þessum degi minnist kirkjan þess að ,,sigrarinn dauðans sanni” sem reis upp frá dauðum í undri páskahátíðarinnar og dvaldi með lærisveinum sínum í fjörutíu daga eftir það, gengur inn í eilíft ríki Guðs á himnum sem konungur dýrðarinnar, en mun koma aftur við endi aldanna.

Undanfarin ár hefur þessi dagur enn fremur verið dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni en það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups að sá háttur komst á. Verið öll hjartanlega velkomin.

Vortónleikar tveggja kirkjukóra

Vortónleikar Kirkjukórs Selfoss 2014

Kirkjukór Selfoss og Kór Þorlákskirkju héldu saman vortónleika 22. maí í Selfosskirkju.  Efnisskráin var fjölbreytt og sungu kórarnir saman og hvor í sínu lagi.  Kirkjukór Selfoss flutti m.a. efni sem sungið verður í Finnlandsferð kórsins sem framundan er í byrjun júní.  Þann 21. maí héldu kórarnir tónleika í Þorlákskirkju.  Stjórnandi beggja kóranna er Jörg Sondermann.

22. maí: Kirkjukórinn með vortónleika kl. 20

Kirkjukór Selfosskirkju heldur vortónleika fimmtudagskvöldið 22. maí nk. kl. 20.  Flutt verður efni sem kórinn mun flytja í tónleikaferð sinni til Finnlands í byrjun júní.  Kirkjukór Þorlákshafnarkirkju verður sérstakur gestakór á tónleikunum.  Allir velkomnir!

Messa 4. sunnudag eftir páska- 18. maí

IMG_0154Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík og organisti Jörg Sondermann. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi. Guðspjallstexti er tekinn úr Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús talar um hjálparann. Tilvalið tækifæri til að huga að andlegri uppbyggingu sinni. Pistillinn er úr Jakobsbréfi áhugaverð sýn birtist þar til „…Vitið þetta, elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það sem rétt er í augum Guðs. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“

Fundir vegna ferminga vorið 2015

Foreldrar þeirra fermingarbarna sem fermast vorið 2015 eru boðuð til fundar í kirkjunni mánudagskvöld og þriðjudagskvöld, 12. og 13. maí, kl. 19:30.  Athugið að nóg er að mæta á annan fundinn.  Rætt verður um fermingarnámskeið sem verður 22.-26. ágúst og skipulag fermingarstarfanna næsta vetur.  Þá verður hægt að nálgast skráningarblað þar sem fermingardagar næsta vors koma fram.

Fermingarárgangur 1964 gaf kirkjunni bekk

Fermingarbörn 1964Fríður hópur fermingarbarna heimsótti Selfosskirkju 10. maí sl. til að fagna 50 ára fermingarafmæli sínu.  Þau voru fermd í kirkjunni af sr. Sigurði Pálssyni 10. maí 1964.  Í tilefni tímamótanna færði fermingarhópurinn kirkjunni veglegan bekk sem komið verður fyrir í kirkjugarðinum.  Hópurinn kom saman í kirkjunni þar sem sr. Óskar leiddi helgistund og minntist látinna vina úr þessum fermingarhópi.  Í framhaldinu söng Ólafur Þórarinsson, einn úr fermingarhópnum, nokkur lög.  Selfosskirkja þakkar þessa höfðinglegu gjöf og vináttuna sem fermingarhópurinn sýnir kirkjunni sinni.

 

 

10.-11. maí: Fermingar og KK í kvöldmessu

Laugardag og sunnudag, 10. og 11. maí, kl. 11 verða síðustu fermingarnar á þessu vori.  Alls verða 24 börn fermd í þessum tveimur athöfnum.  Á sunnudagskvöldinu verður svo síðasta kvöldmessa vetrarins en þá kemur hinn góðkunni tónlistarmaður KK í heimsókn og leikur nokkur af sínum bestu lögum innan um ritningarorð, hugvekju og bæn.  Prestar verða sr. Óskar og sr. Ninna Sif.  Sjáumst í kvöldmessu kl. 20 á sunnudag – allir velkomnir.