Fermingarfræðslunámskeið verður 18.-22. ágúst

Fermingarfræðslunámskeið fyrir þau fermingarbörn sem fermast vorið 2015 verður haldið í Selfosskirkju dagana 18.-22. ágúst nk.  Mæting er kl. 9 á hverjum morgni og gert er ráð fyrir að vera til kl. 12:30 eða 13.  Um er að ræða margþætta fræðslu í umsjón prestanna, auk þess sem gestafyrirlesari kemur í heimsókn, farið verður í leiki og leiðsögn gefin í leikrænni tjáningu.  Á fræðslunámskeiðinu er byggt á bókinni Con Dios sem öll börn þurfa að hafa meðferðis á námskeiðið.  Boðið verður upp á létta morgunhressingu um kl. 10:30 á hverjum morgni.

Messa 6. júlí

lækur og blómMessa er í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 6. júlí. Prestur að þessu sinni er sr. Axel Á Njarðvík og organisti að vanda Jörg Sondermann. Kirkjukór Selfoss syngur. Sunnudagssúpan bíður heit í hádegi gegn vægu gjaldi. Verið velkomin.