Biblíulesturinn bíður þín…

IMG_9959Fjóra miðvikudaga í okótbermánuði verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju. Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um nokkur vers, eðli textans sem og sögu hans. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 17 miðvikudaginn 7. október og lýkur rétt fyrir 18:30. Vinsamlega skráið ykkkur á www.selfosskirkja.is eða með því að hringja skráningu í kirkjuvörð Selfosskirkju, Guðnýju Sigurðardóttur síma 482 2175. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

Vinsamlega nýtið þetta form til skráningar:

Nafn (verður að ská)

netfang (verður að ská)

Einhver ósk um efni sem taka mætti fyrir, vers eða kafla?

Messa og sunnudagaskóli 20.september

Sunnudaginn 20. september er messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Í messunni þjónar sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kirkjukórinn syngur og organisti er Jörg Sondermann.  Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi sér um sunnudagaskólann ásamt leiðtogum.  Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.  Góð og nærandi morgunstund í kirkjunni á sunnudag, verum öll velkomin.  Sjáumst í kirkjunni!

Sunnudagaskólinn að hefjast

Nætkomandi sunnudag verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11:00.  Þar mun barna- og unglingakór Selfosskirkju hefja vetrarstarf sitt og syngja, stjórnandi er Edit Molnár.  Umsjón með guðsþjónustunni hafa prestarnir Ninna Sif og Guðbjörg ásamt Jóhönnu Ýr nýjum æskulýðsfulltrúa.  Eftir guðsþjónustuna verða samlokur og ávextir í safnaðarheimilinu og kynning á vetrarstarfinu.  Um kvöldið verður svo létt-guðsþjónusta þar sem hljómsveitin Slow Train mun spila Bob Dylan lög og prestarnir Guðbjörg og Ninna Sif leiða stundina.  Þetta verður eðal sunnudagur í kirkjunni og þau sem vilja hita upp fyrir sunnudagaskólann í vetur geta byrjað að læra lagið Í sjöunda himini sem verður sungið í sunnudagaskólanum í vetur.

 

12 sporin – andlegt ferðalag

Selfosskirkja mun bjóða upp á sjálfstyrkingarprógrammið 12. sporin –Andlegt ferðalag í vetur.

Vinir í bata, munu leiða starfið af stað og hefst það miðvikudaginn 16. september.  Vinir í bata er hópur fólks sem hefur farið sjálft í gegnum prógrammið og tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl og hefur það að markmiði að gefa öðrum kost á því að kynnast þessu prógrammi, vegna þess að þetta starf hefur gefið mörgum mjög mikið og orðið fólki til blessunar. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Boðið er upp á þrjá opna kynningarfundi þar sem fólk hefur tækifæri til að sjá út á hvað prógrammið gengur, á fjórða fundi er hópnum lokað og unnið er út frá vinnubókinni 12.sporin -Andlegt ferðalag. Unnið er í litlum lokuðum hópum, vinnan gengur út á að deila eigin reynslu styrk og von, mæta á vikulega fundi sem eru haldnir á miðvikudagskvöldum kl.20:00-22:00 í safnaðarheimili Selfosskirkju í vetur. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta þeim að kostnaðarlausu, utan þess að þeir þurfa að kaupa vinnubókina  12. Sporin –Andlegt ferðalag  sem er til sölu í Bókakaffi á Selfossi.

Vinir í bata (VIB) eru með heimasíðu, viniribata.is, þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um 12.sporin –Andlegt ferðalag.  Nánari upplýsingar um starfið gefur Hugrún Kristín Helgadóttir í síma 822 84444.