Helgihald sunnudagsins

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 8. nóvember kl. 11:00.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Edit Molnár, kirkjukórinn syngur.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00 í heimsókn koma Hafdís og Klemmi með leiksýningu sem kostar ekkert inn á.

Guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, kirkjukórinn syngur og leiðir safnaðarsöng.

 

Hafdís og Klemmi í Selfosskirkju

Sunnudaginn 8. nóvember koma Hafdís og Klemmi í sunnudagskólann í Selfosskirkju.  Á DVD diskunum Daginn í dag eru þau aðalpersónurnar og nú gefst okkur tækifæri til að sjá þau ljóslifandi.  Leiksýningin þeirra um um leyndardóma háloftsins hefst kl. 11:00 Í sunnudagaskólanum og er aðgangur ókeypis.  Við þökkum Kvenfélagi Selfosskirkju fyrir stuðninginn við að fá þau í heimsókn. Hafdís-og-Klemmi_minni

Myndbönd frá safnaðarstarfinu á Facebook síðu Selfosskirkju #lifandikirkja

Við prestarnir í Selfossprestakalli höfum verið að setja inn myndbönd á Facebook síðu Selfosskirkju þar sem við segjum frá lífinu í safnaðarstarfinu í viku.  Við tókum skemmtilegri áskorun sem byrjaði í Garðakirkju og hefur þetta mælst vel fyrir.  Hér er myndband dagsins.

Dagur 6.

Posted by Selfosskirkja on 4. nóvember 2015

 

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn í Selfossprestakalli safna í dag þriðjudaginn 3. nóvember fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Börnin fá fyrst fræðslu um vatnsverkefni Hjálparstarf kirkjunnar í Afríku og fara að því loku gláðbeitt út með merkta bauka.  Það er ósk okkar að vel verði teki á móti þeim.  Síðan fá þau kakó og brauð hjá Kvenfélagi Selfosskirkju. 20151103_130226-1

Slegist í för með fólkinu

Næstu fjóra miðvikudaga verða hér í Selfosskirkju samverustundir um sorg og þá raun og reynslu sem sprettur af missi. Þær hefjast klukkan fimm og þeim lýkur upp úr sex. Allir eru velkomir að koma og slást í för -hver svo sem raunin er. Sumir mæta alltaf aðrir kannski bara einu sinni. Axel Á Njarðvík, héraðsprestur hefum umsjón með þessu ferðalagi.

Sjá nánar hér