Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2016

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2016

Aðalsafnðarfundur Selfosssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju sunnudaginn 6. mars kl. 12:30

Dagskrá aðalsafnaðarfundar

Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.

Dagskrá fundarins er með þessum hætti

1.  Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

2.  Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.

3.  Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.

4.  Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar

5.  Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.

6.  Kosning tveggja skoðunarmanna og enduskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.

7.  Önnur mál.

Starfsreglur um sóknarnefndar má finna á slóðinni:

http://kirkjuthing.is/log-og-reglur/starfsreglur/starfsreglur-um-soknarnefndir-nr-11112011/

 

 

40 ára starfsafmæli Ínu

Síðastliðinn föstudag átti Ína okkar 40 ára starfsafmæli í Selfosskirkju. Hún hefur staðið vaktina við ræstingar með miklum sóma. Við nutum góðs af þessum tímamótum því Ína kom með rjómapönnukökur og annað góðgæti.  Takk fyrir allt Ína 🙂

12801093_10153826484770469_1695821165795475996_n 12512441_10153826484755469_2753448551475833033_n

Messa og sunnudagaskóli 28.febrúar

Sunnudaginn 28.febrúar verður  messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Sr. Ninna Sif þjónar í messunni, kór kirkjunnar syngur og Edit Molnár leikur á orgel.  Sunnudagaskólinn er í höndum æskulýðsleiðtoga.  Og svo er súpa í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Njótum þess að eiga gott samfélag á sunnudagsmorgni – sjáumst í kirkjunni!

Vel heppnaður æfingardagur kirkjukórsins

Það er mikill undirbúningur í gangi fyrir 70. ára afmælistónleika Kirkjukórs Selfosskirkju sem fara fram þann 19. mars . Kórinn hélt æfingardag í Hveragerðiskirkju laugardaginn 20. febrúar þar sem stífar og langar æfingar skiluðu góðum árangi. Það var sérstaklega gagnlegt þegar heimakórinn sameinaðist kirkjukórnum og kórarnir æfðu saman tvö verk sem þau munu flytja saman á afmælistónleikunum . Æfingin heppnaðist mjög vel og er ávísun á stórbrotin flutning á væntanlegum tónleikum.

IMG_3250

Ástin, drekinn og dauðinn í Selfosskirkju

Vilborg_feb.2015

Ástin, drekinn og dauðinn í Selfosskirkju

Á síðustu þremur árum hefur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kvatt eiginmann sinn, tengdamóður, föður og litla dótturdóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Á þriðjudagskvöld, þann 23. febrúar, mun Vilborg flytja erindi í Selfosskirkju um hvernig dauðinn breytir tilveru þeirra sem eftir lifa og hvað má af honum læra. Bók hennar veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Erindi Vilborgar í Selfosskirkju hefst kl. 19:30 og eru allir velkomnir.

Helgihald helgarinnar

Messa sunnudaginn 21. febrúar kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti er Edit Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00.  Umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Söngur, sögur, Nebbi Nú, Konni og föndur 🙂12495007_10208652122249920_6384148287515157044_n

Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Myndin er gömul af Selfosskirkju, nú styttist í afmæli!

Velkomin í sunnudagaskólinn í Selfosskirkju

Næsta sunnudag verður heldur betur fjör í sunnudagaskólanum. Krakkarnir fá að heyra Biblíusögu, þau syngja og Nebbi Nú verður á skjánum en hann hefur slegið í gegn í kirkjuskólanum í vetur.

Konni ætlar líka að kíkja í heimsókn og svo munu börnin fá að föndra kerstjana úr leir eins og á myndinni í lok stundarinnar. Að sjálfsögðu fá öll börm límmiða líka.

Sjáumst í sunnudagaskólanum!12688377_10153799353155469_4760688347209295887_n12729378_10153799353135469_2048929019649260918_n

Febrúarmót í Vatnaskógi

Um síðustu helgi fór góður hópur krakka úr Kærleiksbirnunum æskulýðsfélagi Selfosskirkju ásamt leiðtogum á Febrúarmót í Vatnaskógi.

Hópurinn var algjörlega til fyrirmyndar og skemmti sér vel í ratleikjum, brennó, á skemmtikvöldi, á balli, í kvöldstundum og spjalli við nýja og gamla vini.

Takk fyrir frábæra helgi! Takk öll sem studdi þau við fjáröflun til að fara á mótið

1931331_10153799360655469_431642395209202006_n

Messur í Selfosskirkju og Hraungerðiskirkju 14.febrúar

Sunnudaginn 14.febrúar verður messa í Selfosskirkju kl. 11.  Kirkjukórinn syngur og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Organisti Edit Molnár.  Sunnudagaskóli á sama tíma og súpa á eftir í safnaðarheimilinu.  Kl. 14 er svo guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju þar sem Húnakórinn í Reykjavík ætlar að syngja undir stjórn Eiríks Grímssonar.  Kaffi að guðsþjónustu lokinni í Þingborg.  Allir velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

Helgihald sunnudaginn 7. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa í Selfosskirkju 7. febrúar

Sunnudaginn 7. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11:00.  Þar mun Barnakór Selfosskirkju og nokkrar raddir úr Unglingakórnum syngja, einnig kemur fram Suzuki fiðluhópur 4 frá tónlistarskólanum kennari hans er Guðmundur Pálsson.

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir er að safna sér fyrir því að fara á febrúarmót í Vatnaskógi og verða krakkarnir með kökubasar og bænasteina til sölu eftir messuna

12625959_10208141010260262_1789391813_n

Um kvöldið er kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00, eru þessar messur notalegar stundir með öðruvísi tónlist.  Að þessu sinni mun Ragnheiður Blöndal syngja og undirleikari með henni er Hafsteinn Viktorsson.

1505452_10205372390774123_769988618853554588_n (00000002)

 

Það er því nóg í boði um helgina í Selfosskirkju.  Verið hjartanlega velkomin.  Kveðja Guðbjörg Arnardóttir