Konur eru konum bestar – sjálfstyrkingarnámskeið í Selfosskirkju

 

Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Selfosskirkju þriðjudagana 30.ágúst og 6.september  kl. 19-22.

Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið.

Námskeið þetta hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar síðustu 20 árin. Það hefur verið haldið víðsvegar um landið, m.a. í Selfosskirkju sl. vetur og fjölmargar konur lýst ánægju sinni með það.  Þátttaka er konum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg, annað hvort á ninnasif@gmail.com eða gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

 

Fermingarnámskeið og messa á sunnudaginn

Verðandi fermingarbörn vorsins 2017 komu til okkar á námsekið á fimmtudag og föstudag.  Virkilega gaman að kynnast þessum flottu krökkum sem koma aftur til okkar á mánudaginn eftir skólasetningu.

Á sunnudaginn 21. ágúst er messa í Selfosskirkju kl. 11:00 og voru fermingarbörnin boðin sérstaklega velkomin í hana en nú fara þau að hamast við að safna tíu stimplum en þau þurfa að mæta í  tíu messu fyrir fermingardaginn sinn.

Meðfylgjandi myndir eru af hópnum með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa.  Síðan er hin myndin frá leiklistartúlkun fermingarbarna á miskunnsama Samverjanum sem er einmitt guðspjall komandi sunnudags.

Sjáumst í kirkjunni!

hópmynd samverji

Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fyrir börn sem munu fermast í Selfossprestakalli vorið 2017 hefst með þriggja daga námskeiði í Selfosskirkju dagana 18. og 19. ágúst kl. 9-12.30 og 22. ágúst kl. 13-15.30.  Dagskráin á námskeiðinu verður fjölbreytt og skemmtileg, bæði utan dyra og inni í kirkjunni.  Ef einhver væntanleg fermingarbörn eru enn óskráð biðjum við foreldra þeirra um að bæta úr því hið snarasta með því að hafa samband við prestana gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.

Þau fermingarbörn sem ekki geta tekið þátt í fræðslunni þessa þrjá daga munu koma í fræðslustundir á starfsdögum grunnskólanna í staðinn, væntanlega 17. og 18. nóvember.

Messa 7.ágúst

Sunnudaginn 7.ágúst verður að vanda messa í Selfosskirkju.  Barn borið til skírnar, félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Það verður gott að koma, andleg næring og gott samfélag.  Sjáumst í kirkjunni!