Leiksýningin Aðventa í Selfosskirkju 1.desember

Fimmtudaginn 1.desember kl.10 verður boðið upp á leiksýninguna Aðventu í uppsetningu Möguleikhússins.  Um er að ræða leikgerð samnefndrar sögu eftir Gunnar Gunnarsson.  Pétur Eggerz leikur vinnumanninn Benedikt sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið.  Það er köllun hans að koma þessum eftirlegukindum til byggða fyrir hátíðirnar.  Söguna byggir höfundur á frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mývatnsöræfum og einkum þó eftirleitarferð sem hann fór í desember 1925.  Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi í vetrarhörkum íslenskra öræfa.  Sýningin tekur um 60 mínútur, það kostar ekkert inn og það eru allir velkomnir!

Aðventa Möguleikhúsið

Aðventa
Möguleikhúsið

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu er hátíðisdagur í Selfosskirkju.  Þá verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 þar sem unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Börn sem taka þátt í kórnámskeiði munu einnig syngja, og félagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar koma fram með tónlistaratriði.  Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.  Brúður, biblíusaga, söngur, hlátur og gleði! Að messu lokinni mun unglingakór kirkjunnar reiða fram grjónagraut í safnaðarheimilinu og er  það hluti af fjáröflun kórsins og þar verður einnig hinn árlegi og glæsilegi kökubasar kórsins.  Þetta verður skemmtileg og innihaldsrík stund fyrir alla fjölskylduna.  Sjáumst í kirkjunni!

aðventukrans

Kirkjukórnum boðið í afmæli

Í gærkvöldi, sunnudagskvöldið 20. nóvember, var kirkjukórnum boðið að syngja ásamt kikrjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna á tónleikum í tilefni af sjötíu ára afmæli þeirra. Kórarnir sungu saman þrjú verk og söng Halla Dröfn Jónsdóttir einsöng í tveimur þeirra.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá tónleikunu

 

01 02 03 04

KK í kvöldmessu13. nóvember

Hinn kunni tónlistarmaður, Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er oftast nefndur, kemur fram í kvöldmessu í Selfosskirkju nk. sunnudagskvöld 13.nóvember kl. 20.  Prestur er sr. Ninna Sif.

Í kvöldmessunni verður áhersla lögð á létta og notalega stemningu þar sem ljúfir tónar eru fluttir innan um ritningarorð, hugvekju og bæn. KK mun flytja brot af sínum bestu lögum á sinn einlæga og elskulega hátt. Að venju eru allir hjartanlega velkomnir.kk (002)

Messa sunnudaginn 13. nóvember

Að vanda verður messa í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár.  Kór kirkjunnar syngur, en einnig mun Guðmundur Karl Eiríksson baritónsöngvari syngja einsöng.  Á sama tíma verður sunnudagaskóli í umsjón æskulýðsleiðtoga.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  söngvari