Blaðað í Biblíunni 2017

Fjóra þriðjudaga í marsmánuði 2017 verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um Fake News og Good News (sem svo oft ber á góma), eða skröksögur og sannar sögur, fjórum lykilspurninginum svarað af Lúkasi guðspjallamanni.

Farið verður í afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 7. mars og stendur yfir góða klukkustund.  Vinsamlega skráið ykkkur  með því að hringja skráningu í Axel  síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.

Karlakór Hreppamanna og syngjandi konur í Selfosskirkju

Framundan er spennandi og skemmtileg helgi í Selfosskirkju.  Undanfarið hafa kvenraddirnar í Kirkjukór Selfosskirkju, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandasókna og Unglingakórinn æft saman með Kristjönu Stefánsdóttur.  Tónleikarnir verða á sunnudaginn kl. 17 og mun Kristjana syngja einsöng.  Þar sem konurnar verða uppteknar við æfingar höfum við fengið til liðs við okkur góða gesti á sunnudaginn til að syngja í messu, það eru félagar úr Karlakór Hreppamanna en stjórnandinn þeirra er einmitt Edit A. Molnár organisti í Selfosskirkju.  Þeir munu annast söng í konudagsguðsþjónustu í kirkjunni, einnig mun Viktor Kári Garðarsson félagi í Barnakór Selfosskirkju syngja einsöng með þeim.  Þetta verður óhefðbundin guðsþjónusta enda fá karlaraddirnar gott tækifæri til að þenja raddböndin til heiðurs konunum og verður mikið sungið, inn á milli lestra og prédikunar.  Það verður því sannkölluð tónlistarveisla í kirkjunni á konudaginn og verið öll velkomin!

Helgihald í Selfossprestakalli sunnudaginn 12.febrúar

Nk. sunnudag 12.febrúar verða þrjár messur í prestakallinu.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju þar sem barnakór kirkjunnar syngur.  Þetta verður skemmtileg og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna.  Æskulýðsfélag Selfosskirkju verður með kökubasar að lokinni messu og súpa og brauð selt gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu.  Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr og Edit Molnár er kórstjóri.

Kl.13.30 verður guðsþjónusta í Villingaholtskirkju þar sem söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Kl. 20 verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem hljómsveitin Hrafnar sér um tónlistina.  Þetta verður létt og skemmtileg kvöldstund.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir

Eitthvað fyrir alla – sjáumst í kirkjunni!