Messa og sunnudagaskóli 24.september

Sunnudaginn 24.september verður messa í Selfosskirkju kl. 11.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár organista.  Þær systur Marta og María eru til umfjöllunar í guðspjalli dagsins.

Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og leiðtoga úr æskulýðsstarfinu.  Söngur, brúður, biblíusaga og gleði!

Sjáumst í kirkjunni!

Messa og barnastarf 10.september kl. 11

Sunnudaginn 10.september kl. 11  er messa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju.  Í messunni þjónar sr. Ninna Sif Svavarsdóttir fyrir altari og kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár.  Sunnudagaskólanum stýra leiðtogar úr æskulýðsstarfinu og þar verður líf og fjör.  Sjáumst í kirkjunni!

Haustdagskrá barna og æskulýðsstarfs Selfosskirkju

Nú fer allt barna og æskulýðsstarf Selfosskirkju að hefjast.

Æskulýðsstarfið hefur sér hóp á Facebook sem heitir “Kærleiksbirnirnir – Æskulýðsfélag Selfosskirkju” áhugasamir geta sótt um aðganga að síðunni. Félagið er fyrir fermingarárganginn og upp að fyrsta árs nemum í framhaldsskóla.

Kirkjuskólinn er fyrir börn í 1. – 3. bekk og verður í Sunnulæk og Vallaskóla eins og síðustu ár og mun hefjast 12. og 14. september. Kirkjuskólinn verður nánar auglýstur í tölvupósti til foreldra á næstu dögum.

Nú bjóðum við upp á 9 – 10 ára starf (4. -5. bekkur) sem við köllum NTT það verður á miðvikudögum í safnaðarheimili Selfosskirkju kl. 15 – 16. Eins bjóðum við upp á 11 -12 ára starf (6. – 7. bekkur) eða ETT það verður á miðvikudögum kl. 16:15 – 17:15 í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Eins og fram hefur komið hefst sunnudagaskólinn 3. september kl. 11:00.

Nánari upplýsingar um barna og æskulýðsstarfið má fá með því að senda póst á johannayrjohannsdottir@gmail.com

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju