Fyrsti sunnudagur í aðventu

Helgihald fyrsta sunnudags í aðventu í Selfossprestakalli verður með eftirfarandi hætti:

Í Selfosskirkju verður fjölskyldumessa kl. 11.  Unglingakór kirkjunnar syngur ásamt kirkjukór undir stjórn Edit Molnár.  Við heyrum jólasögu og kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum.  Að lokinni messu gefst kostur á að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu, og þar verður líka kökubasar unglingakórsins.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Í Villingaholtskirkju verður aðventukvöld kl.20.  Ræðumaður er Gunnlaug Hartmannsdóttir skólastjóri Flóaskóla.  Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Sunnudagurinn 26. nóvember

Sunnudaginn 26. nóvember verður sannarlega hægt að mæta í guðsþjónustu í prestakallinu.

Messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.  

Guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13:30, Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Kvöldmessa í Selfosskirkju þar sér Regína Ósk Óskarsdóttir um tónlistina og aldrei að vita nema hún taki 1-2 jólalög.  Notaleg kvöldstund við kertaljós í rökkrinu.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Messa í Selfosskirkju sunnudag 19. nóvember kl. 11:00

“Guð í þinni hendi, hvíli ég í trú” .. 

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 11:00

Organisti er Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur og prestur er Jóhanna Magnúsdóttir.

Óttar Pétursson,  sem er nú í fermingarfræðslu í Selfosskirkju  spilar kafla úr fiðlukonsert eftir Vivaldi.


Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir, gegn vægu gjaldi.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Kirkjukórar í Suðurprófastdæmi

Þriðjudaginn 7. nóvember sungu nokkrir kirkjukórir í Suðuprófastæmi á tónleikum sem vanalega eru haldnir í Skáholti en vegna viðgerða á gluggum þar voru tónleikarnir í Hveragerðiskirkju.

Þvílíkt ríkidæmi og fjársjóður sem kirkjurnar í prófastdæminu eiga í þessum kirkjukórum og fólkinu sem syngur í þeim.  Hér er hópmynd af kórunum, sem sungu saman en einnig hver fyrir sig.

 

Allra heilagra messa í Selfosskirkju sunnudaginn 5. nóvember kl. 11:00

Í Allra heilagra messu minnumst við látinna ástvina með því að kveikja á kertum  og þökkum fyrir líf þeirra með bænum, íhugun og tónlist.

Messan  verður með einfölduðu formi – og áhersla á fallega tónlist og samveru í nánd.

Organisti er Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur og prestur er Jóhanna Magnúsdóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir, gegn vægu gjaldi.

Verið öll hjartanlega velkomin!