Aðventuheimsóknir leik – og grunnskóla á Selfossi

Selfosskirkja hefur iðað af lífi alla morgna í desember.  Um 950 börn í leik – og grunnskólum á Selfossi hafa komið í aðventuheimsóknir ásamt starfsfólki skólanna og við starfsfólk kirkjunnar lögðum mikinn metnað í að taka vel á móti þessum góðu gestum.  Það var mikið stuð á okkur þegar sungum  hressileg lög saman, svo kveiktum við á aðventukransinum og rifjuðum þannig upp jólasöguna sem sögð er í kirkjunni um hver jól og sýndum leikrit þar sem umfjöllunarefnið var jólahald í gamla daga og í nútímanum og hvað það er sem gefur jólunum raunverulegt gildi.

Á myndinni hér að neðan sjást æskulýðsfulltrúi og prestar kirkjunnar í leikmynd og búningum leikritsins sem við sýndum börnunum.

Hjartans þakkir fyrir komuna!

Kær kveðja, starfsfólk Selfosskirkju.

Annar sunnudagur í aðventu í Selfossprestakalli

Sunnudaginn 10. desember verður nóg um að vera í Selfossprestakalli.
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11:00 þar sem Barnakórinn kemur fram í Lúsíubúningum og syngja Lúsíusálm.
Kirkjukórinn syngur einnig aðventusálma. 
Organisti Edit A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir. 
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð.

Aðventustund verður í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Þar syngur Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna aðventu- og jólasálma.
Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Hinir árlegu aðventutónleikar kirkjunnar verða kl. 16:00 og eru það þeir 40. í röðinni.
Fram koma kórar og tónlistarfólk úr héraði.  Aðgangseyrir er 3000 og rennur hann óskiptur til kaupa á nýjum flygli sem verður formlega afhentur á tónleikunum.