Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Selfosskirkju

Fyrsti sunnudagur í mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.  Þann dag verða tvær messu í Selfosskirkju helgaðar unga fólkinu.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa með þátttöku barna og unglinga úr æskulýðsstarfi kirkjunnar.  Söngur, gleði og gaman!  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif.  Allir velkomnir, súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.  Kl. 12.30 hefst svo aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu.

Kl. 20 verður  Star Wars messa.  Þar leika nemendur Tónlistarskóla Árnesinga tónlist úr Star Wars kvikmyndunum á ýmis hljóðfæri og fjallað verður um stef og persónur í kvikmyndunum frá sjónarhóli trúarinnar.

Skemmtilegur konudagur í Selfosskirkju – safnað fyrir flygli

Í Selfosskirkju gerum við okkur dagamun á konudaginn.  Í messunni kl. 11 verður tónlistarveisla þar sem boðið verður upp á hljóðfæra leik og kirkjukórinn og unglingakórinn syngja.  Að messu lokinni verður borin fram dýrindis súpumáltíð í safnaðarheimilinu sem Renuka Chareyre á Seylon reiðir fram ásamt sjálfboðaliðum úr kirkjustarfinu.  Máltíðin mun kosta 1000 kr. og mun öll innkoman fara óskert í kaup á flygli í Selfosskirkju.  Þá munu félagar úr Lionsklúbbi Selfoss gefa öllum konum sem koma til kirkju eina rós.

Helgihald helgarinnar í Selfosspresakalli

Sunnudaginn 11. febrúar verða 3 guðsþjónustur í prestakallinu

Messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, barn borið til skírnar.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir. 
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheiminu á eftir.

Guðsþjónusta í Villingaholtskirkju kl. 13.30, Kirkjukórinn syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00.  Um tónlistina sér Jón Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.