Bleik messa og Skímó kvöldmessa

Sunnudaginn 28. október verður bleik messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Félagar úr Krabbameinsfélagi Árnessýslu taka þátt.  Guðbjörg Guðmundsdóttir og vinkonur hennar deila reynslu sinni og segja frá styrknum sem felst í vináttunni.
Kirkjukórinn syngur.
Súpa og brauð að athöfn lokinni og rennur ágóðinn til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Um kvöldið verður svo kvöldmessa kl. 20:00.
Þar kemur fram félagar úr hljómsveitinni Skítamóral frá Selfossi.
Prestur verður Guðbjörg Arnardóttir.

Messað í Selfosskirkju 21. október

Rétt að minna á messu og sunnudagsskóla morgundagsins, sunnudagsins 21. október 2018 kl.11. Jóhanna Ýr hefur umsjón með barnastarfinu og sr. Axel leiðir helgihaldið í kirkjunni. Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Kórinn syngur og fólkið tekur undir. Fermingarbörn komi með foreldrum. 

Handleggur Axels- bættur

Axel handleggs brotinn

Eins og undanfarin ár er dagur heilbrigðisþjónustunnar haldinn þann sunnudag sem næstur er degi Lúkasar læknis og guðspjallamanns sem er 18. október.  Næsti sunnudagur er tileinkaður þessu málefni.  Dagurinn á sér fyrirmynd í „Healthcare Sunday“ sem fyrst var haldinn í Bretlandi fyrir um einum og hálfum áratug.  Fleiri kirkjur hafa tekið daginn upp.  Markmiðið er að lyfta upp heilbrigðisþjónustunni til að styðjastyrkjog vekja athygli á því umfangsmikla starfi sem unnið er á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar og biðja fyrir þeim sem starfa innan hennar, þeim sem þjónustuna þiggja og þeim sem sinna leiðtogastörfum og taka vandasamanr ákvarðarnir sem lúta að heilbrigðismálum.

Verið öll hjartanlega velkomin til andlegrar uppbyggar sálar og samfélags.

Messað og danskur kammerkór

Messað verður í Selfosskirkju kl. 11 sunnudaginn 14. október nk. Prestur er Axel Árnason Njarðvík. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Kirkjukórinn syngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur ásamt leiðtogum. Kammerkórinn Euphonia frá Kaupmannahöfn sem mun taka þátt í messunni og syngja hluta af messu eftir Duruflé sem felld verður inní messuliðina hjá okkur og svo syngja auk þessa nokkur stutt verk. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið öll velkomin í Selfosskirkju.

Sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju

Fimmtudagskvöldið 11.október verður boðið upp á fræðslufyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju.  Það er sr. Halldór Reynisson sem flytur, en hann hefur lengi starfað með Nýrri dögun.  Fyrirlesturinn er í safnaðarheimilinu og hefst kl. 20.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

Næstu fjögur fimmtudagskvöld þar á eftir, verður boðið upp á samtal um sorg í kirkjunni kl. 20-21 sem prestar kirkjunnar, sr. Guðbjörg og sr. Ninna Sif leiða.  Þangað eru líka allir velkomnir, en fólk er beðið að skrá sig á gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 og 8491321.

Helgihald í Selfossprestakalli 7.október 2018.

Sunnudaginn 7.október verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju kl. 11.  Unglingakórinn  syngur undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttir.  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr og Ninna Sif.

Kl. 13.30 er guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju.  Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur og leiðir safnaðarsöng, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.