Laugardælakirkja -guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Gengið til kirkju

Að þessu sinni er guðsþjónusta prestakallsins í Laugardælakirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11. Sr. Axel þjónar fyrir altari og Ingi Heiðmar Jónsson er organisti. Kær komið tækifæri gæti hér gefist að koma gangandi til kirkjunnar.

Í kjölfar guðsþjónustunnar er haldinn aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar. Dagskrá aðalsafnaðarfundar er skv. starfsreglum þessi:
1. Gerð sé grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna
þeirra til árs í senn.
[6. Kosning sóknarnefndar.
7. Kosning kjörnefndar.
8. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
9. Önnur mál.]1)

Helgihald í Selfossprestakalli á hvítasunnu

Selfosskirkja
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Villingaholtskirkja.
Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13:30.  Kór kirkjunnar syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Hraungerðiskirkja
Hátíðarmessa á annan hvítasunnudag kl. 13:30.  Kór kirkjunnar syngur, organisit Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir