Tónlistarveisla í Selfosskirkju 22.september

Sunnudaginn 22.september verður tónlistarveisla í Selfosskirkju!

Í messunni kl. 11 syngur Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran, auk þess sem kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa í kirkjunni.  Þá leggjum við hið hefðbundna messuform algjörlega til hliðar og tónlist og talað orð fléttast saman á ljúfan og þægilegan hátt.  Unnur Birna Bassadóttir, Sigurgeir Skafti og Tómas Jónsson sjá um tónlistina en sr. Ninna Sif annast prestþjónustuna.

Verum öll hjartanlega velkomin í Selfosskirkju!

Messa sunnudaginn 8. september og samverustund 10. september

Messa verður sunnudaginn 8. september kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Barn borið til skírnar og sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera verður á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Samverustund verður þriðjudaginn 10. september í Selfosskirkju kl. 20:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna.  Karítas Harpa Davíðsdóttir sér um tónlistina, fulltrúi frá Píeta kynnir samtökin, aðstandandi talar um eigin reynslu, bænastund og kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.  Prestar Selfoss-, Eyrarbakka-, og Hveragerðiskirkjuprestakalla annast stundina.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir. 

Æskulýðsstarf haustið 2019

Barna og unglingastarf Selfosskirkju er ýmist hafið eða að hefjast á næstu dögum.

Fjölskyldusamverur á sunnudögum hófust 1. sept.

Æskulýðsfundir á þriðjudögum eru farnir af stað.

TTT 10 -12 ára hefst miðvikudaginn 4. sept. kl. 16:00

Foreldramorgnar hófust 28. ágúst.

6 – 9 ára hefst í lok september og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Kynning á æskulýðsstarfi Selfosskirkju verður í Frístundamessu Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla 6. og 7. september.

Fyrsta fjölskyldumessa vetrarins verður 15. september.

Nánari upplýsingar um æskulýðsstarfið gefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju aesko@selfosskirkja.is