Vel heppnaðir tónleikar á aðventu

Vel tókst til á aðventutónleikum sjö kóra í Selfosskirkju sunnudaginn 9. desember sl. 285 voru flytendur og um 180 manns komu á að hlýða. Aðgangseyrir rann óskiptur í Tónlista – og menningarsjóð Selfosskirkju. Þessir árlegu aðventutónleikar voru nú haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram að þessu sinni og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans.

Hér með fylja þrjú myndbönd sem Antoine van Kasteren hefur sett á netið:

Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur Dansaðu vindur

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands syngur O Holy night

Unglingakór Selfosskirkju syngur Stjarna stjörnum fegri