Fermingarbörn í Skálholt

Skálholt 29.-30.4. 2013 (5)Á miðvikudag og fimmtudag fara fermingarbörn í dagsferð sem er liður í fræðslunni. Fyrri hópurinn fer á miðvikudag (Sunnulækjarskóli) og sá seinni á fimmtudag (Vallaskóli). Lagt verður af stað frá skólunum kl. 8,30, og fyrst farið í Hraungerðiskirkju og Ólafsvallakirkju. Þá liggur leiðin í Reykjahlíð, að skoða þar eitt af nútíma tæknivæddum fjósum landsins, hjá Sveini Ingvarssyni. Einnig verður skoðað gróðurhús í Reykholti, sem Sveinn A. Sæland og fjölskylda reka. Í Skálholti verður dagskrá fyrir og eftir hádegi. Orgel –og söngstund verður í kirkjunni, þar sem Jón Bjarnarson, organisti, leikur á kirkjuorgelið og stjórnar söng. Borðað verður í Skálholtsskóla þar sem einnig verður fræðslustund eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að koma til baka 14,30 – 15 og vera þannig jafnlengi og venjubundinn skóladagur. Auk prestanna beggja, fer með einn stuðningsfulltrúi úr Sunnulækjaskóla fyrri daginn og einn faðir verður með á fimmtudeginum. Sími prestanna er hjá Þorvaldi Karli 856 1501 og hjá Axel 856 1574.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *