12 sporin – andlegt ferðalag

Selfosskirkja mun bjóða upp á sjálfstyrkingarprógrammið 12. sporin –Andlegt ferðalag í vetur.

Vinir í bata, munu leiða starfið af stað og hefst það miðvikudaginn 16. september.  Vinir í bata er hópur fólks sem hefur farið sjálft í gegnum prógrammið og tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl og hefur það að markmiði að gefa öðrum kost á því að kynnast þessu prógrammi, vegna þess að þetta starf hefur gefið mörgum mjög mikið og orðið fólki til blessunar. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú.

Boðið er upp á þrjá opna kynningarfundi þar sem fólk hefur tækifæri til að sjá út á hvað prógrammið gengur, á fjórða fundi er hópnum lokað og unnið er út frá vinnubókinni 12.sporin -Andlegt ferðalag. Unnið er í litlum lokuðum hópum, vinnan gengur út á að deila eigin reynslu styrk og von, mæta á vikulega fundi sem eru haldnir á miðvikudagskvöldum kl.20:00-22:00 í safnaðarheimili Selfosskirkju í vetur. Kirkjan býður þátttakendum upp á þetta þeim að kostnaðarlausu, utan þess að þeir þurfa að kaupa vinnubókina  12. Sporin –Andlegt ferðalag  sem er til sölu í Bókakaffi á Selfossi.

Vinir í bata (VIB) eru með heimasíðu, viniribata.is, þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um 12.sporin –Andlegt ferðalag.  Nánari upplýsingar um starfið gefur Hugrún Kristín Helgadóttir í síma 822 84444.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *