Helgihald helgarinnar í Selfossprestakalli

Föstudaginn 9. október fáum við heimsókn í kirkjuna frá Kvenfélagasambandi Íslands sem heldur landsþing sitt á Selfossi þessa helgi.  Setningarathöfn þingsins fer fram í kirkjunni og mun Unglingakór Selfosskirkju syngja og sr. Guðbjörg Arnardóttir ávarpar hópinn.  Það er heiður fyrir okkur í Selfosskirkju að fá að taka á móti þessum góðum kvenfélagskonum sem margar kirkjur um allt land eiga margt að þakka.

Sunnudaginn 11. október verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Organisti verður Edit Molnár en hún hefur tekið við því organista og kórstjóra Kirkjukórs Selfosskirkju, hún verður einnig áfram með barna- og unglingakórinn.  Barn verður borið til skírnar í messunni.  Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að athöfn lokinni.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma kl. 11:00, umsjónarmaður er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.  Það er alltaf gaman og gott að fara í sunnudagaskólann og fá nýjan límmiða á veggpsjaldið sem öllum börnum er afhent.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju í Flóa á sunnudaginn einnig kl. 13:30, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.

Velkomin í kirkjuna okkar

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *