Helgihald 1. sunnudag í aðventu

Sunnudaginn 29. nóvember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu er fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju.

Barna- og unglingakórinn syngur, sömuleiðis Kirkjukórinn og þá koma einnig fram krakkar á aldrinum 6-10 ára sem hafa verið í kórskóla í kirkjunni.

Þetta verður bæði hátíðlegt en einnig gleði og gaman.

Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisti Edit Molnár.

Eftir messuna verður Unglingakórinn með sinn árlega kökubasar í kirkjunni.

Súpa og brauð að lokinni athöfn.

 

Sama dag kl. 15:00 verður aðventustund í Villingaholtskirkju.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn og við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Þetta verður án efa falleg og notalega stund.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *