Afmælisvikan hefst á sunnudag!

Blöðrumynd

Sunnudaginn 13. mars hefst afmælisvika Selfosskirkju með fjölskyldumessu kl. 11.  Barn verður borið til skírnar, Barna – og Unglingakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár og Ryþmasveit Tónlistarskóla Árnesinga leikur en kennari sveitarinnar er Vignir Ólafsson.  Um stundina sjá sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.  Að lokinni messu verður afmæliskaka í boði og þá verður líka opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar.

Kl. 20 verður kvöldmessa þar sem feðgarnir Arngrímur Fannar og Haraldur Fannar sjá um tónlistina.

Komum til kirkju á sunnudag og fögnum afmælinu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *