Hátíðartónleikar Kirkjukórsins.

Kirkjukór Selfosskirkju er sjötíu ára í dag.  Af því tilefni verða haldnir hátíðartónleikar í Selfosskirkju klukkan fjögur.  Efnisskráin er flölbreytt.  Kórinn mun meðal mannars syngja  lög sem flutt voru á fyrstu tónleikum kórsins 1946 auk annara verka.  Með kórnum koma fram kórar Hveragerðis og Kotstranadasókna, kór Þorlákskirkju, kór Hruangerðis- og Villingaholtssóknar og unglingakór Selfosskirkju.  Halla Dröfn Jónsdóttir syngur einsöng.  Stjórnandi þessa alls er Edit Anna Molnár en undirleik annast Miklós Dalmay.  Meðfylgjandi er mynd af sameiginlegri æfingu kóranna.

 

2016-03-17 21.06.17

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *