Krossamessa og tónlistarveisla!

Sunnudaginn 1.maí er krossamessa í Selfosskirkju. Barna – og unglingakórar kirkjunnar syngja við guðsþjónustuna undir stjórn Edit Molnár. Elstu nemendur kórsins verða kvaddir með krossi. Einnig leikur strengjasveit með flinkum spilurum á aldrinum 10-15 ára frá Gdansk í Póllandi, stjórnandi þeirra er Anna Podhajska. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Sjáumst öll í kirkjunni!
Kl. 15 á sunnudag er svo uppskeruhátíð kóra kirkjunnar þar sem allir kórarnir koma fram og syngja íslensk þjóðlög í ýmsum útsetningum, erlendar perlur og einsöngslög. Miðaverð er 1500 kr. og innifalið eru kaffiveitingar sem bornar verða fram í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *