Útvarpsmessa frá Selfosskirkju sunnudaginn 19. júní

Frá og með sunnudegi 19. júní verða útvarpsmessur á Rás 1 frá söfnuðum í Suðurprófastsdæmi.

Alls verður útvarpað 8 messum og fóru upptökur fram í Skálholtskirkju, helgina 16.-17. apríl sl. Prestar, organistar, kirkjukórar, meðhjálparar og safnaðarfólk kom víða að; allt frá Skálholtsprestakalli til Hafnar í Hornafirði.

Hringt var til tíða fjórum sinnum á dag þá helgi í Skálholtskirkju og að lokinni messu bauð Héraðssjóður Suðurprófastdæmis þátttakendum upp á hressingu í Skálholtsskóla.

Verkefnisstjóri var Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar (söngmálastjóri) og upptökumaður var Einar Sigurðsson hjá RÚV.

Fyrsta messan sem útvarpað verður er frá Selfossprestakalli næstkomandi sunnudag, 19. júní, kl. 11.00.  Prestur er séra Guðbjörg Arnardóttir og organsti og kórstjóri Edit Molnár. Kirkjukór og Unglingakór Selfosskirkju syngja.

14. ágúst verður aftur Selfossprestakall með útvarpsmessu og þá með Kór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju, organsti: Ingi Heiðmar Jónsson

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *