Fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu er hátíðisdagur í Selfosskirkju.  Þá verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 þar sem unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Börn sem taka þátt í kórnámskeiði munu einnig syngja, og félagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar koma fram með tónlistaratriði.  Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi.  Brúður, biblíusaga, söngur, hlátur og gleði! Að messu lokinni mun unglingakór kirkjunnar reiða fram grjónagraut í safnaðarheimilinu og er  það hluti af fjáröflun kórsins og þar verður einnig hinn árlegi og glæsilegi kökubasar kórsins.  Þetta verður skemmtileg og innihaldsrík stund fyrir alla fjölskylduna.  Sjáumst í kirkjunni!

aðventukrans

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *