Helgihald í Selfossprestakalli sunnudaginn 12.febrúar

Nk. sunnudag 12.febrúar verða þrjár messur í prestakallinu.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju þar sem barnakór kirkjunnar syngur.  Þetta verður skemmtileg og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna.  Æskulýðsfélag Selfosskirkju verður með kökubasar að lokinni messu og súpa og brauð selt gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu.  Umsjón með stundinni hafa sr. Ninna Sif og Jóhanna Ýr og Edit Molnár er kórstjóri.

Kl.13.30 verður guðsþjónusta í Villingaholtskirkju þar sem söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Kl. 20 verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem hljómsveitin Hrafnar sér um tónlistina.  Þetta verður létt og skemmtileg kvöldstund.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir

Eitthvað fyrir alla – sjáumst í kirkjunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *