(Ó)NÝTT landsmót ÆSKÞ á Selfossi vel nýtt.

Helgina 20. – 22. október var Landsmót ÆSKÞ haldið á Selfossi. Mótið gekk eins og í sögu og var mál manna að aðstaðan á Selfossi væri mjög góð fyrir mót eins og þetta.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir æskulýðsstarf í landinu að sveitarfélög séu tilbúin að taka á móti unglingunum og það má svo sannarlega segja um Selfoss. Allir aðilar sem komu að mótinu voru jákvæðir fyrir því frá fyrsta degi. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til Sveitarfélagsins Árborgar, Braga menningarfulltrúa, Guðmundar húsvarðar í Vallaskóla, Guðjóns húsvarðar og Hrannar í Iðu, HP kökugerðar, Guðnabakarí, Almars bakari, Sóknarnefndar Selfosskirkju, Hveragerði og Einars Björnssonar.

Mótið bar yfirskriftina (Ó)nýtt landsmót en þar horfðum við til sköpunarverksins og hvernig við erum að fara með jörðina. Fræðsla mótsins var um umhverfisvernd en eftir hana fengu æskulýðsfélagar að spreyta sig í alls konar umhverfisvænum verkefnum í Messy Church hópastarfi. Á mótinu var allt sorp flokkað og telst því mótið vel nýtt.

Næsta landsmót ÆSKÞ verður haldið á Egilsstöðum og eru æskulýðsfélagar landsins eflaust farnir að hlakka til.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju,

  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *