Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Selfosskirkju

Fyrsti sunnudagur í mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.  Þann dag verða tvær messu í Selfosskirkju helgaðar unga fólkinu.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa með þátttöku barna og unglinga úr æskulýðsstarfi kirkjunnar.  Söngur, gleði og gaman!  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif.  Allir velkomnir, súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.  Kl. 12.30 hefst svo aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu.

Kl. 20 verður  Star Wars messa.  Þar leika nemendur Tónlistarskóla Árnesinga tónlist úr Star Wars kvikmyndunum á ýmis hljóðfæri og fjallað verður um stef og persónur í kvikmyndunum frá sjónarhóli trúarinnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *