Helgihald á fyrsta sunnudegi í aðventu í Selfosskirkju

Hátíðleg barna- og fjölskyldumessa sunnudaginn 2. desember kl. 11:00.  Unglingakórinn syngur, kórstjóri Eyrún Jónasdóttir, Umsjón með messunni Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Súpa og brauð að messu lokinni, sömuleiðis verður Unglinakórinn með kökubasar.

 Aðventukvöld sunnudaginn 2. desember kl. 20:00. Kirkjukórinn, Unglingakórinn og Barnakórinn syngja, kórstjórar eru Ester Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir.  Ræðumaður kvöldsins er Bjarni Harðarson, Guðbjörg Arnardóttir leiðir stundina.  Hátíðleg og falleg samvera á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *