Tónlistarveisla í Selfosskirkju 22.september

Sunnudaginn 22.september verður tónlistarveisla í Selfosskirkju!

Í messunni kl. 11 syngur Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran, auk þess sem kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa í kirkjunni.  Þá leggjum við hið hefðbundna messuform algjörlega til hliðar og tónlist og talað orð fléttast saman á ljúfan og þægilegan hátt.  Unnur Birna Bassadóttir, Sigurgeir Skafti og Tómas Jónsson sjá um tónlistina en sr. Ninna Sif annast prestþjónustuna.

Verum öll hjartanlega velkomin í Selfosskirkju!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *