Stöðvamessa í Selfosskirkju og guðsþjónusta í Villingaholtskirkju

Sunnudaginn 13. október verður stöðvamessa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Messan er fyrir alla fjölskylduna og er að uppbyggingu eins og hefðbundin fjölskylduguðsþjónusta en er svo brotin upp með því að fólk flakkar á milli fjögurra stöðva í kirkjunni og gera eitthvað táknrænt sem tengist þema messunnar.  
Umsjón með stundinni hafa Guðbjörg Arnardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir um tónlist sér Edit A. Molnár ásamt einhverjum kórfélögum úr barna- og unglingakórnum.
Súpa og brauð eftir messuna 750 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri, gott að fá sér góða súpa eftir stundina, fara södd heim og eiga nóg eftir af deginum.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju kl. 13:30, þar mun söngkór Hraugerðis- og Villingaholtskirkna syngja, stjórnandi er Guðmundur Eiríksson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *