Sunnudagur 3. nóvember – Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst

Sunnudaginn 3. nóvember verður sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera í Selfosskirkju kl. 11:00.  Umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.  Ætlar hún m.a. að fara í feluleik um allt húsnæði kirkjunnar.

Allra heilagra messa og látinna ástvina minnst
Ekki verður hefðbundin messa kl. 11:00 heldur verður hún um kvöldið kl. 20:00.  Kirkjukórinn mun syngja, organisti Edit A. Molnár og prestur Arnaldur Bárðarson.
Hefð er fyrir því að minnast þeirra sem eru látin á fyrsta sunnudegi í nóvember, allra heilagra messu og fólki gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *