Á næstunni: Krossamessa, klassískir tónleikar og KK í kvöldmessu

Sunnudaginn 4. maí verður hin árlega krossamessa sem er uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar og þá verða þær sem eru að ljúka störfum með Unglingakórnum heiðraðar sérstaklega.  Um kvöldið kl. 20 verða tónleikar þar sem fram koma  Kammerkór Suðurlands, Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage, Guðný Guðmundsdóttir, Haukur Guðlaugsson, Hilmar Örn Agnarsson og Gunnar Kvaran.  Sunnudagskvöldið 11. maí verður svo síðasta kvöldmessa vetrarins en þá mun hinn góðkunni tónlistarmaður KK (Kristján Kristjánsson) leiða tónlistina.