Fermingarárgangur 1964 gaf kirkjunni bekk

Fermingarbörn 1964Fríður hópur fermingarbarna heimsótti Selfosskirkju 10. maí sl. til að fagna 50 ára fermingarafmæli sínu.  Þau voru fermd í kirkjunni af sr. Sigurði Pálssyni 10. maí 1964.  Í tilefni tímamótanna færði fermingarhópurinn kirkjunni veglegan bekk sem komið verður fyrir í kirkjugarðinum.  Hópurinn kom saman í kirkjunni þar sem sr. Óskar leiddi helgistund og minntist látinna vina úr þessum fermingarhópi.  Í framhaldinu söng Ólafur Þórarinsson, einn úr fermingarhópnum, nokkur lög.  Selfosskirkja þakkar þessa höfðinglegu gjöf og vináttuna sem fermingarhópurinn sýnir kirkjunni sinni.