Kallað eftir börnum í barnakórinn

Börnin í kirkjunniBarnakór Selfosskirkju auglýsir eftir börnum fædd 2004 og 2005 sem vilja ganga í kórinn.

 

Fyrsta kóræfing er 11. septeber í Selfosskirkju kl 15:15 til 16:00. Frekari upplýsingar eru á vefsíður Selfosskirkju www.selfosskirkja.is eða hjá kórstjóranum edit@simnet.is.

 

Barnakór (4.-6. bekkur):  Æfingar á þriðjudögum kl. 14:00-14:45 í kórherbergi og samæfing með Unglingakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:00 í safnaðarheimili

Unglingakór (7.-10. bekkur):  
Æfingar í kórherbergi á þriðjudögum kl. 15:00-15:45 og samæfing með Barnakór á fimmtudögum kl. 15:15-16:30 í safnaðarheimili.

Barnakór kemur reglubundið inn í sunnudagaskólann og kemur einnig í heimsókn í kirkjuskólann ásamt því að taka þátt í fjölskylduguðsþjónustum.  Þá fara kórar í heimsóknir í Grænumörk, á Ljósheima og Fossheima.  Stjórnandi kóranna er Edit Molnár.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *