Sr. Kristinn Ágúst hættir

KristinnAgustSr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hvarf til annarra starfa frá og með 14. október 2014.

Þann 14. október 2014 var undirritað samkomulag biskups Íslands við sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson um tilfærslu í starfi.

Í fréttatilkynningu frá biskupi Íslands, dags. 15. október 2014 kemur fram að sr. Kristinn Ágúst telur að við sameiningu Hraungerðisprestakalls og Selfossprestakalls árið 2009, þegar hann varð sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli, hafi honum ekki verið unnt að sinna sóknarprestsskyldum sínum í prestakallinu. Með þeirri ákvörðun að bjóða séra Kristni Ágústi samning um tilfærslu í starfi er tekið undir það sjónarmið hans.

Sr. Kristinn Ágúst verður sérþjónustuprestur Þjóðkirkjunar og heyrir beint undir biskup Íslands. Hann mun gegna sálgæslu og sáttamiðlun og sinna rannsóknum á því sviði, jafnframt því að sinna sérstakri þjónustu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Þá mun hann taka að sér einstök verkefni fyrir biskup og annast afleysingaþjónustu.

Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti, sem munu taka við þjónustu sumarið 2015.

Í vetur mun sr. Axel Árnason Njarðvík þjóna prestakallinu.  Viðbótarprestsþjónusta verður einnig  tryggð  og munu upplýsingar um hana berast síðar.