Séra Axel og séra Þorvaldur Karl prestar Selfossprestakalls

TKHSéra Þorvaldur Karl Helgason, fyrrverandi biskupsritari, hefur verið settur sóknarprestur í Selfossprestakalli í vetur. Hann mun því starfa við hlið séra Axels Á. Njarðvík fram til sumars 2015 en þá mun tveir nýir prestar hafa verið valdir til þjóna prestakallinu að loknu umsóknarferli.  Auglýst verður eftir sóknarpresti og presti fljótlega á nýju ári og mun þeir taka við embættum 1. september 2015.

Séra Þorvaldur Karl hefur sinnt sérverkefnum á vegum kirkjunnar síðustu ár, jafnframt því að vera sviðsstjóri þjónustusviðs á Biskupsstofu. Hann var sóknarprestur Njarðvíkurprestakalls og forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Séra Axel er héraðsprestur Suðurprófastsdæmis frá 2010 en var áður sóknarprestur Stóra-Núpsprestakalls.