Sjóðurinn góði á aðventunni-fjárhagsaðstoð fyrir jólin

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Síðustu ár hefur sjóðurinn einnig verið í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar varðandi þessa aðstoð.  Skipuleggjendur eru sammála um að mikil þörf sé fyrir aðstoð við þá sem glíma við fjárhagserfiðleika, sbr. nýlegar fréttir um fátækt barna á Íslandi.

Ákveðna daga verður hægt að sækja um fjárhagsaðstoð úr sjóðnum, í Selinu við Engjaveg 44.  Aðstoðin er í formi korta sem eingöngu er hægt að nýta í matvöruverslunum í Árnessýslu. Umsækjandi þarf að skila gögnum um tekjur og útgjöld fyrir sig og maka.

Úthlutað verður á sama stað í Selinu við Engjaveg 44 og fá umsækjendur upplýsingar um þá þegar sótt er um.

Mikilvægt er að umsækjendur virði ofangreinda umsóknardaga.

Vilji einhver leggja Sjóðnum góða lið þá eru öll framlög vel þegin. Reikningsnúmer sjóðins er: 325-13-301169, kennitala 5602692269. Þessi reikningur er í vörslu Selfosssóknar og lýtur sama hætti og aðrir reikningar sóknarinnar.