Fjölskyldumessa 30. nóvember

Fjölskyldumessa verður í Selfosskirkju 30. nóvember (2014) kl. 11. Barna- og unglingakórinn syngja undir stjórn Editar og kirkjukórinn undir stjórn Jörgs og svo syngjum við hin með. 1. sunnudagur í aðventu er þennan dag og því verður kveikt á fyrsta ljósi aðventukransins. Nýtt kirkjuár hefst með þessum hætti. Fjórar (Díana, Þorgerður,Hrafnhildur og Jónína) úr æskulýðsfélaginu færa fram söngatriði sitt frá Landsmóti æskulýðsfélaga. Súpa í hádeginu og kaffi. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, fyrrum sóknarprestur segir nokkur kveðjuorð til Selfosssafnaðar í lok messunnar.