7. desember – 2. sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Unglingakórinn syngur Lúsíusöngva undir stjórn Edit Molnár. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann . Umsjón með barnastarfinu hefur Hugrún Kristín Helgadóttir, æskulýðsfulltrúi. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Árlegir aðventutónleikar kl. 16, haldnir í 37. sinn. Sjö kórar koma fram, og tvær hljómsveitir: Kirkjukór Selfosskirkju, Barna- og unglingakórar kirkjunnar, Hörpukórinn, Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Fjölbrautarskólakórinn og Lúðrasveit Selfoss og Strengjasveit Tónlistarskólans. Aðgangseyrir kr. 2000, rennur að þessu sinni í Tónlistar- og menningarsjóð Selfosskirkju.

Verið velkomin til kirkjunnar.